Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. febrúar. 2016 06:01

Ný brú yfir Botnsá í Hvalfirði

Búið er að smíða nýja brú yfir Botnsá í Hvalfirði á veginum sem liggur inn að landi Stóra Botns og gönguleiðunum að Glym, um Leggjabrjót og víðar. Þetta svæði hefur notið mikilla vinsælda ferðamanna og nú má heita sem að þarna sé umferð allan ársins hring og mjög mikil um sumarmánuðina. „Gamla brúin var alveg búin, hún var hreinlega ónýt. Við tókum allt þetta gamla í burtu, gerðum nýjar undirstöður, settum nýja og sterkari stálbita, nýtt dekk og ný handrið. Þetta er hreinlega ný brú og töluvert breiðari en sú gamla. Þar munar um 40 sentimetrum,“ segir Sigurður Hallur Sigurðsson brúarsmiður í samtali við Skessuhorn. Hann er yfir öðrum af tveimur brúarvinnuflokkum Vegagerðarinnar. Hefur hans flokkur, sem telur sex menn, bækistöðvar á Hvammstanga. Sigurður Hallur segir að framkvæmdir hafi staðið yfir í tvær vikur og var vegurinn lokaður á meðan.  „Það er gott að vera búnir að koma þessu í lag fyrir ferðamannatímann og það var ekki vanþörf á. Nú eiga allir bílar að geta farið yfir þessa nýju brú.“ Auk brúarflokks Vegagerðarinnar kom Jónas Guðmundsson á Bjarteyjarsandi að verkinu en hann sá um alla jarðvinnuna.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is