Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2016 09:01

Þorra var blótað á Jaðri

Þorra var blótað á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri í Ólafsvík síðastliðinn fimmtudag. Þar sem veður var vont þurfti aðstoð stórra bíla við að ferja gesti og skemmtikrafta á blótið og töldu félagar úr björgunarsveitinni Lífsbjörg það ekki eftir sér að skutla fólki á og af blótinu. Inga Jóhanna Kristinsdóttir forstöðukona Jaðars bauð gesti velkomna áður en hún gaf Kára Viðarssyni veislustjóra kvöldsins orðið. Stjórnaði hann veisluhöldunum eins og honum einum er lagið, með gríni, glensi, söng og sögum. Meðal þeirra sem komu fram voru fullorðnir nemendur Tónlistarskóla Snæfellsbæjar, sem búnir voru að mynda hljómsveit og sungu þeir og spiluðu fyrir heimilisfólk og gesti þeirra. Einnig tóku „Hinir síungu“ lagið og stjórnuðu fjöldasöng. Þá sagði Ester Gunnarsdóttir frá því þegar hún kom fyrst til Ólafsvíkur sem ung stúlka með móður sinni. Var frásögn hennar lifandi og skemmtileg. Með Kára voru á ferð Mark og Daniel, listamenn frá Suður - Afríku. Spiluðu þeir þrjú lög í lok dagskrárinnar og sungu á þremur suður - afrískum tungumálum við góðar undirtektir.  

 

Í Skessuhorni vikunnar má finna fleiri myndir frá þorrablótinu.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is