Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2016 12:01

Talsvert af óhöppum í umferðinni

Ökumaður, sem var á leiðinni í gegnum umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi var síðastliðinn föstudasg tekinn grunaður um akstur undir áhrifum kókaíns. Annar ökumaður var tekinn  á Akranesi grunaður um að aka undir áhrifum kannabisefna. Þá var atvinnubílstjóri tekinn í Borgarnesi, grunaður um ölvunarakstur. Þetta var meðal verkefna lögreglunnar, en fleira átti sér stað. Alls urðu sjö umferðaróhöpp í umdæmi í vikunni. Fullorðinn ökumaður missti stjórn á jeppa sínum á Vesturlandsvegi skammt norðan við Fiskilæk sl. föstudag. Fór jeppinn útaf veginum en hélst á hjólunum og fór síðan upp á veginn og þá í veg fyrir fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt. Öryggisbelti og líknarbelgir björguðu fólkinu frá því að slasast mikið í þessum harða árekstri. Voru ökumenn og farþegar fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi til skoðunar en talið var að um minniháttar meiðsl væri að ræða. Bílarnir voru báðir mikið skemmdir og óökufærir og voru þeir fluttir á brott með kranabíl. Fimm franskir og sænskir ferðamenn veltu jeppanum sínum á Snæfellsnesvegi skammt frá Vegamótum sl. sunnudag. Fólkið var í öryggisbeltum og slapp með skrekkinn en bíllinn reyndist óökufær og var fjarlægður af kranabíl. Mikil hálka var á vettvangi. Sagt er frá fleiri óhöppum í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is