Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. febrúar. 2016 04:15

Krafturinn engu líkur í söngbúðum syngjandi kvenna

Freyjukórinn í Borgarfirði hvetur allar syngjandi konur á Vesturlandi og víðar að taka þátt í söngbúðum sem fyrirhugaðar eru. „Öllum syngjandi konum á Vesturlandi og víðar stendur til boða að taka þátt í söngbúðum með djasssöngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur. Söngbúðirnar verða haldnar í Hjálmakletti í Borgarnesi helgina 12. til 13. mars næstkomandi og stendur skráning nú yfir,“ segir í tilkynningu frá kórnum. Þátttakendur munu læra og æfa söng undir stjórn Kristjönu Stefánsdóttur og Zsuzsönu Budai kórstjórnanda Freyjukórsins. „Undirbúningur er í hámarki en stjórn Syngjandi kvenna annast undirbúning. Freyjukórinn stofnaði fyrst til þessa atburðar í mars árið 2012. Strax á fyrsta ári var þátttaka mjög góð og konur úr öllum áttum streymdu að. Allt bendir til þess að þátttaka verði einnig mjög góð í ár.“

Markmiðið með söngbúðunum er að efla sönggleði, þjálfa og hvetja konur til þátttöku í söngstarfi. Söngbúðirnar eru opnar öllum konum; ungum og öldnum, sem áhuga hafa á söng. Það er ekki skilyrði að hafa tekið þátt í kórastarfi. Meðal laga sem æfð verða að þessu sinni eru: Perfect – Fairground Attraction, The tide is high, Stairway to heaven, Boy from New York City, Rolling in the deep, Irish blessing, Líttu sérhvert sólarlag, Eitthvað undarlegt, Hudson bay, Umvafinn englum og fleiri.

 

„Mikil samstaða og gleði hefur skapast milli þátttakenda og krafturinn engu líkur. Hvetjum við konur til að taka þátt og skrá sig sem fyrst á vefnum: vefurinn.is/freyjur. Einnig er hægt að senda beiðni um frekari upplýsingar í netfangið syngjandikonur@gmail.com Söngbúðirnar enda með tónleikum í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þær konur sem geta fara síðan á flakk með hópnum og syngja í Grundarfirði miðvikudagskvöldið 16. mars og til Hólmavíkur laugardaginn 19. mars.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is