Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2016 11:52

Líklega engin loðnuvinnsla á Akranesi á vertíðinni

Að óbreyttu er útlit fyrir að ekki verði tekið við neinni loðnu til vinnslu á Akranesi á þessari vertíð. Miðað við vertíðina í fyrra tapast þannig um 15 heilsársstörf, en um 200 manns komu að vinnslunni þann tíma sem vertíðin stóð yfir. Loðnuleit hefur litlu skilað og er kvóti íslensku skipanna einungis um 100 þúsund tonn á vertíðinni. Af þeim kvóta eru veiðiheimildir skipa HB Granda 18 þúsund tonn og verður öllum loðnuafla skipanna að óbreyttu landað á Vopnafirði. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda segist í samtali við Skessuhorn ekki vera bjartsýnn á að kvótinn verði aukinn verulega. Hann kveðst þó enn lifa í voninni, eða á meðan skip Hafrannsóknastofnunar eru enn við loðnuleit. „Við vonuðumst í fyrstu eftir að geta hafið loðnuveiðar í byrjun janúar en ungloðnumælingar höfðu vakið von um svo gæti orðið. Mælingar í haust og það sem af er þessu ári hafa hins vegar ollið miklum vonbrigðum og er ljóst að ekki verður um loðnuvertíð sem stendur undir nafni úr þessu,“ segir Vilhjálmur.

Hann segir að loðnuvertíðin nú hefjist því á mjög litlum kvóta. Þá bæti ekki stöðuna að rússneskur markaður fyrir heilfrysta loðnu og loðnuhrogn er lokaður. „Sala á loðnuafurðum til Rússlands hefur lyft verðmætum á loðnuvertíðinni mjög á undanförnum árum. Verð á fiskimjöli og lýsi er hins vegar hátt nú um stundir. Það gæti vegið upp tapið en er líklega skammgóður vermir því loðnukvótinn er svo lítill.“

 

Á síðustu loðnuvertíð var tekið á móti um 27 þúsund tonnum af loðnu á Akranesi og unnið úr þeim um 3.000 tonn af hrognum. Hrognafrysting hófst 24. febrúar og stóð í einn mánuð. Þá komu hátt í tvö hundruð manns að vinnslunni þennan mánuð en það samsvarar um 15 ársstörfum eða stöðuígildum. Um helmingur vinnunnar var unninn í verktöku aðallega af bændum í Dölum sem fengið hafa vinnu við loðnufrystingu og um verulega búbót að ræða fyrir þá sem og alla aðra sem að vertíðinni hafa komið. Bændur og fleiri hafa mætt til vinnslunnar ár eftir ár og verulega hefur munað um þær tekjur sem þessi uppgrip hafa gefið.

 

Vilhjálmur Vilhjálmsson segir að um 65 fastráðnir starfsmenn séu í uppjávarvinnslunni á Vopnafirði. Síðast var þar unnið úr síld í nóvember og vofði mikið atvinnuleysi yfir á þeim slóðum yrði ekkert að gert. Stjórn HB Granda ákvað því á fundi í síðustu viku að byggja upp bolfisksvinnslu á Vopnafirði sem tæki til starfa strax í haust. Var sú ákvörðun kynnt á íbúafundi eystra í fyrrakvöld. „Komi ekki til frysting á loðnu á Vopnafirði verður næsta verkefni væntanlega vinnsla úr síld og makríl í júlí. Útgefinn loðnukvóti stendur ekki undir vinnslu á tveimur stöðum, þ.e. á Akranesi og Vopnafirði. Við stefnum á að frysta lámarksmagn af loðnu fyrir viðskiptavini okkar í Kasakstan, Japan, Úkraínu og Hvíta Rússlandi,“ segir Vilhjálmur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is