Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2016 09:58

Sæmilegar sóknir en veglegar varnir skópu sigur Skagamanna

Skagamenn tóku í gær á móti Breiðabliki í frestaða leiknum svokallaða.  Mikið var undir en liðin eru í hörkukeppni um sæti í úrslitakeppninni. Hjá ÍA lögðust svo ofan á þetta tilfinningar þar sem Sean Tate í liði ÍA missti góðan vin sinni í vikunni og léku Skagamenn með sorgarbönd til að votta „Beeper,“ eins og hann var kallaður, virðingu sína. Fyrsti leikhluti var kaflaskiptur en gestirnir leiddu eftir hann 18-19. Sama má segja um annan leikhluta. Blikar byrjuðu betur, en þá tóku Skagamenn syrpu og staðan í hálfleik 33-37 fyrir gestina. Í þriðja leikhluta small svo vörnin hjá ÍA en sóknin var á pari við fyrri hálfleikinn.  Það þýddi að ÍA náði tökum á leiknum, unnu fjórðunginn 15-6 og tóku forystuna í leiknum 48-43. ÍA byrjaði svo fjórða leikhlutann vel, náðu mest 13 stiga forystu í stöðunni 56-43 en Blikar voru ekki á þeim buxunum að þetta væri búið og náðu að saxa á forskot heimamanna en í stöðunni 57-52 gáfu leikmenn ÍA aftur í og lönduðu að lokum mikilvægum sigri; 69-61.

 

 

Það sem skók sigurinn hjá ÍA var vörnin og greinilegt hver dagsskipunin hafi verið. Hjá ÍA átti Sean Tate enn einn stórleikinn en hann skoraði 30 af 69 stigum ÍA auk þess að gefa fjórar stoðsendingar, taka fjögur fráköst og stela þremur boltum.

Eftir leikinn eru Skagamenn áfram í 5. sæti deildarinnar nú með 16 stig með fjögurra stiga forskot á Blika sem sitja enn í 7. sæti með 12 stig. Þess ber þó að geta að það er nóg eftir af deildinni og ljóst að baráttan um sæti í úrslitakeppninni mun halda áfram þá fimm leiki sem eftir eru af deildarkeppninni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is