Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2016 01:41

Sveitarstjórn staðfesti nýtt skipulag miðbæjarreits í Borgarnesi

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum á fimmtudaginn með átta atkvæðum nýtt skipulag fyrir lóðirnar Borgarbraut 55 til 59. Á fundinum voru teknar fyrir fundargerðir umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefndar þar sem meðal annars skipulagið hefur verið til vinnslu. Sveitarstjórn samþykkti að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi 10. desember 2015. Sex athugasemdir bárust við skipulagsbreytingunni og meðal annars mótmæli 188 íbúa sem telja m.a. byggingamagn of mikið, gert sé ráð fyrir háreistum byggingum sem geta orsakað hættulega vindsveipi og að bílastæði verði ekki nægjanleg. Jónína Erna Arnardóttir formaður nefndarinnar sagði frá athugasemdum sem bárust og viðbrögðum við þeim. Meðal annars verður vindálag skoðað við hönnun bygginga og lóða, trjágróður verður aukinn til að bæta ásýnd svæðisins og lóðarstærð Borgarbrautar 55 verður leiðrétt.

 

 

Talsverðar umræður spunnust um skipulagstillöguna á fundi sveitarstjórnar en almennt lýstu bæjarfulltrúar ánægju sinni með skipulagsbreytingar fyrir svæðið. Atkvæðagreiðsla fór þannig að átta bæjarfulltrúar reyndust henni sammála en Ragnar Frank Kristjánsson (VG) sat hjá. Sveitarstjórn samþykkti því breytt deiliskipulag fyrir Borgarbraut 55, 57 og 59 með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti og í bókun umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is