Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. febrúar. 2016 12:29

Halda námskeið í sáningu krydd- og matjurta

Garðvöruverslunin Gróska á Akranesi mun standa fyrir námskeiði í sáningu krydd- og matjurta nú vikunni. Þar verður farið yfir helstu atriði sem huga þarf að varðandi undirbúningi fyrir þessi vorverk. „Þetta verður líka á spjallnótunum og fólk getur spurt spurninga enda verður garðyrkjufræðingur á staðnum. Svo verður sýnikennsla þar sem við sýnum hvernig best er að bera sig að við sáningu og erum með tilbúnar plöntur, svo hægt sé að sjá hvernig þær verða,“ segir Kristjana Helga Ólafsdóttir í Grósku. Kristjana segir áhuga á ræktun vera að aukast meðal fólks, þá sér í lagi kryddjurtaræktun. „Það eru ótrúlega margir farnir að sá sjálfir heima og prófa sig áfram með þetta. Okkur fannst skemmtileg viðbót að halda svona námskeið, að kynna þetta fyrir fólki sem hefur áhuga á að prófa sjálft. Við ætluðum að byrja á að halda eitt námskeið en nú þegar erum við búin að fylla tvö námskeið,“ segir hún.

Rétti árstíminn

Kristjana segir ekki þurfa sérstaka aðstöðu til að rækta kryddjurtir, það sé hægt að gera heima í gluggakistunni. „Matjurtirnar þurfa auðvitað að fara út í garð á einhverjum tímapunkti en kryddjurtirnar er hægt að hafa inni. Hjá Grósku fást allar vörur í þetta, lítil gróðurhús í glugga og allt sem tengist ræktun. Það er samt hægt að nota hvað sem er, fólk notar stundum plastdollur undan mjólkurvörum og fleira,“ segir Kristjana. Aðspurð um hvort ekki sé of snemmt að huga að sáningu jurta segir hún svo ekki vera. „Núna er rétti árstíminn til að byrja að huga að þessu. Það er auðvitað misjafnt eftir tegundum hvenær sáningartíminn er en það eru margar tegundir sem þarf að byrja á núna fljótlega. Það sama á við um sumarblómafræ, fólk er að byrja að sá þeim núna.“

Námskeiðin verða á miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Í bígerð er að halda þriðja námskeiðið og geta áhugasamir skráð sig með að senda tölvupóst á kristjana.h@simnet.is eða koma við í verslun Grósku að Skagabraut 17.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is