Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. febrúar. 2016 02:32

Tjaldurinn mættur í Búðardal

Íbúar í Búðardal veittu því athygli síðastliðinn fimmtudag, 11. febrúar, að tjaldurinn var mættur í stórum hópi. Er það óvenjulega snemmt ef um farfugla er að ræða, en þekkt er að tvö eða þrjú þúsund tjaldar leiti ekki til heitari landa að vetrinum og hafa hér fasta búsetu, einkum við Faxaflóa og Breiðafjörð. Var vænn hópur af tjaldi að spóka sig í fjörunni í Búðardal og vafalítið að leita sér þar ætis.

 

Tjaldinum hefur fjölgað hér á landi á þessari öld. Í byrjun hennar voru þeir langalgengastir við Faxaflóa og Breiðafjörð en sjaldséðari með ströndum á landinu norðvestan- og norðanverðu. Nú halda þeir sig einnig mun meira inni í landi en áður. Þessi umskipti eru að einhverju leyti talin tengja hlýnandi veðurfari framan af öldinni en aukin ræktun kann einnig að hafa haft sín áhrif þar sem tjaldar leita talsvert á tún til þess að afla sér fæðu. Venjulega fer tjaldurinn að sjást á ströndum í seinni hluta marsmánaðar en heldur seinna inn til landsins eftir vetrardvöl erlendis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is