Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. febrúar. 2016 08:01

Verslunar- og þjónustusvæði skipulagt á Arnarstapa

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti nýerið á fundi að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir verslunar- og þjónustusvæði á Arnarstapa. Tillagan felur í sér að ganga frá deiliskipulagi sex verslunar- og þjónustulóða. Annars vegar er um að ræða þrjár litlar lóðir austarlega á deiliskipulagssvæðinu, sem hugsaðar eru fyrir veitingasölu og verslun, en hins vegar þrjár enn minni lóðir vestast á svæðinu þar sem koma má fyrir söluvögnum á stöðuleyfi yfir sumarmánuðina. „Það er ásókn í að vera með lausa söluvagna til að selja vörur og þjónustu en eins hafa komið upp fyrirspurnir um hvort hægt sé að setja upp litla veitingastaði. Við ákváðum þá til að hafa eitthvað skipulag á þessu öllu saman að leyfa slíka starfsemi meðfram Arnarbraut. Þannig að ef fyrirspurn verður, þá getum við vísað á þetta svæði og veitt leyfi fyrir litlum söluvögnum og veitingahúsum,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ í samtali við Skessuhorn.

 

Ferðamönnum hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum mánuðum á Snæfellsnesi og segir Kristinn að nú sé komin upp þörf fyrir aukið framboð verslunar og þjónustu á svæðinu. „Nú þegar er ferðaþjónusta á Arnarstapa yfir sumartímann en þetta er svo mikill fjöldi fólks sem kemur hingað á hverju ári að það vantar meiri þjónustu á svæðið og við höfum orðið vör við það að fyrirspurnum hefur fjölgað. Fólk er að athuga hvar og hvort það geti sett upp þjónustu líkt og þessa litlu söluvagna,“ segir hann. Kristinn segir lóðirnar allar vera litlar og eingöngu duga fyrir lítil hús. „Þetta er eingöngu hugsað fyrir litla veitingastaði eða litlar verslanir. Við hugsum þetta sem þyrpingu sem myndi falla vel inn í umhverfið og spilli ekki upplifun þeirra sem koma á Arnarstapa. Það skiptir miklu máli,“ segir Kristinn að endingu.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is