Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2016 06:01

Nemendur láta gott af sér leiða í Afríku

Nemendur í 3. bekk BS í Brekkubæjarskóla á Akranesi hafa að undanförnu kynnt sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og velt fyrri sér réttindum og forréttindum barna. Einnig voru skoðaðar og ræddar ólíkar aðstæður barna í heiminum og horft á myndband frá fátækrahverfi í Nairobi í Kenía. Í kjölfarið urðu nemendur uppteknir af því hvort þau gætu gert eitthvað saman sem hópur og látið gott af sér leiða. Úr varð að halda bingó fyrir fjölskyldur nemenda þar sem allur ágóði rynni til ABC barnahjálpar.

Í framhaldi af bingóinu rak á fjörur nemendanna annað áhugavert verkefni í tengslum við sama námsefni. Þannig er að afi eins nemanda í bekknum vinnur í Nairobi í Kenía þar sem hann aðstoðar tvær systur, fimm og sjö ára. Nemendum bekkjarins fannst tilvalið að hjálpa til og hafa nú safnað saman fötum og skóm sem afinn fer með til Kenía og færir systrunum. Hann mun svo senda bekknum myndir sem gerir verkefnið enn raunverulegra fyrir nemendur.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is