Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2016 06:01

Dagskrá um líf og ljóð borgfirsku skáldkonunnar Júlíönu Jónsdóttur

Annað kvöld, þriðjudaginn 23. febrúar, mun Helga Kress prófessor  bregða upp mynd af fátækri vinnukonu af Vesturlandi, sem varð fyrst íslenskra kvenna til að gefa út ljóðabók. Fyrirlesturinn fellur í röð Snorrastofu í Reykholti, Fyrirlestrar í héraði, og hefst að venju kl. 20:30 í Bókhlöðunni. 

Júlíana (1838-1917) var fædd á Búrfelli í Hálsasveit, dóttir einstæðrar móður. Hún ólst upp í Síðumúla í Hvítársíðu og varð síðar vinnukona víða um Vesturland, m.a. í Akureyjum á Breiðafirði sem hún síðar kenndi sig við. Hún gaf ekki aðeins út fyrstu ljóðabók sem út kom á Íslandi eftir íslenska konu, Stúlku, Akureyri, 1876, heldur samdi hún fyrsta leikrit sem varðveist hefur eftir íslenska konu, Víg Kjartans Ólafssonar, með efni úr Laxdælu, sem sviðsett var í Stykkishólmi 1879. Skömmu síðar fluttist hún til Vesturheims þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt.  Ári áður en hún lést kom út í Winnipeg önnur ljóðabók hennar, Hagalagðar, 1916. Júlíana var vinnukona, “stúlka”, alla sína ævi, hún giftist ekki og eignaðist ekki börn.

 

 

Í fyrirlestrinum verður einkum fjallað um ævi Júlíönu eins og hún birtist í ljóðum hennar, með áherslu á sjálfsmynd hennar sem konu og skálds gagnvart sterkri bókmenntahefð karla. Einnig verður skoðuð mynd átthaganna í ljóðum hennar, en eftir komuna til Vesturheims þjáðist hún af heimþrá sem hún leitaðist við að upphefja með skáldskap, þar sem hún m.a. ferðaðist til Íslands í huganum. Þá verður sagt frá rannsóknaferð Helgu á slóðir Júlíönu í Vesturheimi fyrir nokkrum árum og heimildum sem henni áskotnuðust þar, m.a. fjórum bréfum sem Júlíana skrifaði vinkonu sinni frá síðasta dvalarstað sínum í Blaine í Washingtonríki, þar sem hún lést og er grafin. Þessi bréf eru það eina sem varðveist hefur af eiginhandarritum Júlíönu.

 

Helga Kress er íslensku- og bókmenntafræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands og brautryðjandi í femínískum bókmenntarannsóknum hér á landi. Rannsóknasvið hennar er íslensk kvenna- og bókmenntasaga að fornu og nýju. Um það hefur hún birt fjölda greina og bóka, auk þess sem hún hefur fengist við ritstjórn og þýðingar.

 

Aðgangur að fyrirlestrinum er 500 krónur, hann hefst að venju kl. 20:30 og boðið verður til kaffiveitinga og umræðna.

 

-fréttatilkynning

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is