Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. febrúar. 2016 01:40

Rekur þrjátíu ára sögu Knattspyrnufélags ÍA

Knattspyrnufélag ÍA er 30 ára um þessar mundir og mun þess verða minnst á aðalfundi félagsins sem haldinn er á morgun, 18. febrúar. Knattspyrnufélag ÍA var formlega stofnað 2. febrúar 1986. Stofnun þess markaði tímamót í knattspyrnusögu Akraness, þar sem hin gömlu og rótgrónu knattspyrnufélög KÁRI og KA voru sameinuð í rekstri nýs félags. Í raun hefur gömlu félögunum aldrei verið slitið, en um það var samkomulag að þau fengju að lifa sem tákn um gamla tíma.

 

Aðdragandi þessara breytinga áttu sér nokkun aðdraganda, en nefnd á vegum félaganna hafði unnið að þessum breytingum og gert tillögur að þessu nýja félagaformi. Nefndin vann gott starf undir styrkri stjórn Gísla Gíslasonar fyrrum formanns KFÍA sem á þessum árum var varaformaður stjórnar Íþróttabandalags Akraness. Óhætt er að segja að ýmsir annmarkar hafi strax komið upp, en nefndin vann vel úr þeim málum og þegar grunnhugmyndin hafði verið samþykkt í gömlu félögunum var boðað til félagsfundar og þessar breytingar samþykktar. Árin þarna á undan höfðu verið knattspyrnufólki á Akranesi sérlega sigursæl, en áhöld voru um hvort félagaformið stæðist lög. Það umfram annað kallaði á þessar breytingar. Á stofnfundinum 1986 var kosin stjórn fyrir hið nýja félag. Formaður var Jón Gunnlaugsson og aðrir stjórnarmenn voru Hörður Helgason, Áki Jónsson, Kristján Sveinsson, Hörður Jóhannesson og Ólafur Grétar Ólafsson.

 

Í Skessuhorni sem kom út í dag rekur Jón Gunnlaugsson í ítarlegri frásögn sögu KFÍA í þrjátíu ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is