Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2016 06:01

Landeigendur teljast eigendur þangs en ekki þara

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni voru kynnt á vef atvinnuvegaráðuneytisins síðastliðinn mánudag. Þar er meðal annars lagt til að settar verði reglur um öflun sjávargróðurs við Ísland. Vinnuhópur fulltrúa ráðuneytisins, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar hefur unnið að undirbúningi frumvarpsins. Aukinn áhugi er á nýtingu þangs og þara við Ísland, ekki síst á Breiðafirði. Aukin sókn er talin tengjast góðum markaðsaðstæðum, en aukin eftirspurn virðist vera eftir þörungum til notkunar í alls kyns iðnaði. Í ljósi þess þykir stjórnvöldum full ástæða til að fylgjast vel með þróun nýtingar þarans og einkum þangs. Verði frumvarpsdrögin samþykkt óbreytt verður ljóst að landeigendur munu eiga þangið en þarinn verður í eigu þjóðarinnar. Er það vegna þess að þang vex eingöngu í fjöru, innan við svokölluð netlög sjávarjarða, sem eru 115 metrar (60 faðmar) frá stórstraumsfjöruborði. Netlög í sjó falla undir eignarrétt landeiganda sem telst eigandi þeirra verðmæta sem þar er að finna. Þetta gerir það að verkum að afla verður heimildar landeiganda hverju sinni til að stunda þangslátt. Landeigendur hafa því mikla möguleika á því að stýra nýtingu fyrir landi sínu með ábyrgum hætti. Þari vex aftur á móti utar, fyrir utan áðurnefnd netlög, og tilheyrir hann því íslenska ríkinu.

 

 

Frumvarpsdrögin fara nú í opið samráðsferli með birtingu á vef ráðuneytisins þar sem öllum gefst kostur að kynna sér efni þeirra og beina athugasemdum sínum og ábendingum til ráðuneytisins. Að því loknu verður farið yfir allar athugasemdir og þær hafðar til hliðsjónar við undirbúning endanlegs frumvarps, sem fyrirhugað er að mælt verði fyrir á yfirstandandi löggjafarþingi. Þá liggja einnig fyrir til kynningar drög að reglugerð um sama málefni. Kynningarfundur um efni frumvarpsins verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar næstkomandi kl. 13 í húsi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Frestur til að gera athugasemdir við drögin eru til og með 29. febrúar 2016.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is