Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2016 11:30

Niðurstaða úttektar um samskiptavanda innan FVA

Niðurstöður liggja nú fyrir í úttekt vinnusálfræðinga og skýrsla stjórnunarráðgjafa sem fengnir voru um miðjan október síðastliðinn til að gera úttekt á ágreiningsmálum og samskiptavanda sem kominn var upp í röðum starfsfólks í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Sneru umkvartanir einkum að samskiptaháttum skólameistara. Í skýrslu ráðuneytisins kemur fram að efla beri mannauðsþátt stjórnunar og er skólameistara gert að leggja fram umbótaáætlun innan tveggja vikna.

 

 

Það var að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sérfræðiteymið var fengið að skólanum síðastliðið haust. Ráðuneytið fékk Martein Steinar Jónsson, fyrirtækja- og vinnusálfræðing, til að gera úttekt og benda á lausnir í ágreiningsmálum innan skólans. Framkvæma skyldi úttekt á aðstæðum, starfsanda og samskiptum með það að markmiði að leita leiða til úrbóta og sátta meðal starfsmanna og stjórnenda. Auk Marteins kom stjórnunarráðgjafinn Hildur Jakobína Gísladóttir að úttektinni sem samstarfsaðili. Í krafti upplýsingalaga hefur ráðuneytið svarað fyrirspurn Skessuhorns um hverjar væru helstu niðurstöður úttektarinnar. Starfsmönnum FVA var kynnt niðurstaða úttektarinnar á fundi sem fram fór í ráðuneytinu í lok síðustu viku.

 

Síðastliðið haust var Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ ráðinn sem sérstakur stjórnunarráðgjafi við skólann og skyldi hann vera skólameistara til ráðgjafar við úrlausn á þeim samskiptavanda sem kominn var upp innan skólans. Ásamt því að funda reglulega með stjórn og starfsfólki skólans, vera tiltækur til viðræðna og leggja á ráðin um úrlausn vandans, var honum ætlað að upplýsa menntamálaráðuneytið um gang mála og skila niðurstöðum og tillögum um úrbætur. „Tilefni þessarar tvíþættu aðgerðar ráðuneytisins var formlegt erindi starfsmanna skólans í október um aðkomu ráðuneytis vegna samskiptavanda sem þeir töldu að hefði slæm áhrif á skólastarfið,“ segir í skýrslu ráðuneytisins.

 

Gagnrýni á stjórnunarhætti

Niðurstöður liggja nú fyrir og kom fram í viðtölum vinnusálfræðinga sem fóru fram í byrjun nóvember og könnunum í kjölfarið að starfsandinn væri neikvæður og starfsfólk upplifði óöryggi, kvíða og vantraust. Þá kom fram gagnrýni á stjórnun skólans þess efnis að samráð og upplýsingastreymi væri ekki nægilegt og opin samskipti skorti. Í skýrslunni segir að úttektaraðilar telja að gögn málsins gefi til kynna að meginorsök vandans mætti rekja til stjórnunarhátta og vantraust hafi skapast vegna skorts á samráði. Þess var þó getið að tilteknir einstaklingar hafi verið skólameistara afar mótdrægir. „Tillögur úttektaraðila um úrbætur felast að mestu í að efla þurfi mannauðsþátt stjórnunar og að leggja beri áherslu á innleiðingu viðurkenndra vinnuverndarsjónarmiða og samskiptahefða sem stuðla að góðum starfsanda, heilbrigði og öryggi á vinnustaðnum,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar.

 

Lögð verði fram umbótaáætlun

Í niðurstöðum Þorsteins Þorsteinssonar kemur fram að hans aðkoma að skólanum snerist fyrst og fremst um að veita leiðsögn sem byggði á jákvæðum og uppbyggilegum stjórnunarstíl með skýrum skilaboðum, góðum starfslýsingum og einföldu en virku upplýsingaflæði. „Stjórnandi veiti svigrúm til sköpunar, beiti virkri hlustun og sýni samstarfsvilja. Með þeim aðferðum sé stuðlað að starfsanda sem byggir á virðingu, opnum samskiptum og trausti. Ýmsar breytingar hafa verið innleiddar með aðkomu ráðgjafans m.a. valddreifing í formi stjórnunarteymis,“ segir í skýrslu ráðuneytisins um málið.

 

Tillögur Þorsteins um úrbætur byggja á því að bæta starfsanda með ofangreind viðmið um jákvæða stjórnunarhætti í huga. „Hann telur að skólameistari hafi tekið ábendingum, tillögum og hvatningum hans með jákvæðu viðhorfi og hafi burði til að vera og verða farsæll stjórnandi FVA. Hún þekki skólaumhverfið vel og hafi áhuga á starfinu og metnað fyrir hönd skólans. Að þessum niðurstöðum fengnum hefur ráðuneytið nú mælst til þess að skólameistari leggi fram umbótaáætlun innan tveggja vikna. Áætlunin miðist við þá þætti sem bæta þarf úr samkvæmt niðurstöðum úttektar og mats frá ráðgjafa og skal hún unnin í samstarfi og samráði við starfsfólk og ráðgjafa eftir nánari ákvörðun.“ Loks segir að úttekt á starfsanda í skólanum fari fram í byrjun nóvember 2016.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is