Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2016 02:06

Ítrekað haft afskipti af tveimur fyrirtækjum á Grundartanga

Umhverfisstofnun hefur gert tugi athugasemda og beitt tvö fyrirtæki á Grundartanga dagsektum vegna mengunar og að ekki sé farið eftir ákvæðum í starfsleyfum. Fyrirtækin starfa bæði á sviði málmendurvinnslu og sækja hráefni að hluta eða öllu leyti í áliðnaðinn í landinu. Kratus, sem endurvinnur ál úr álgjalli, hóf starfsemi 2012 en GMR sem endurvinnur stál er mun stærri í sniðum og byrjaði starfsemi 2013. Umhverfisstofnun hefur nú gert hátt í þrjátíu athugasemdir við starfsemi málmendurvinnslu GMR á Grundartanga á innan við þremur árum, vegna frávika sem talin eru brot á starfsemi fyrirtækisins. Snýr það að mengunarvörnum, geymslu hráefnis og fleiri þáttum. „Það hefur ekki áður gerst að jafn margar athugasemdir og áminningar hafi verið gerðar við starfsleyfi fyrirtækis sem Umhverfisstofnun hefur eftirlit með,“ sagði yfirmaður eftirlits stofnunarinnar um málefni fyrirtækisins GMR endurvinnslu í viðtali í Kastljósi RUV í gærkvöldi. Það var RUV sem vakti fyrt athygli á málinu í fréttatíma sínum. Málmendurvinnslan sætir nú 50 þúsund króna dagsektum vegna ítrekaðra vanefnda fyrirtækisins á því að koma mengunarvörnum í viðunandi horf. Í tilkynningu frá Sigurði Ágústssyni, framkvæmdastjóra GMR, sem birt var á RUV segir hann að GMR hafi brugðist við athugasemdum Umhverfisstofnunar og unnið sé að frekari útbótum. Hann sá sér þó ekki fært að veita fréttastofu RUV viðtal vegna málsins.

 

Þá hefur Umhverfisstofnun sömuleiðis gert fjórtán athugasemdir við starfsemi fyrirtækisins Kratusar á Grundartanga vegna frágangs og geymslu á hættulegum efnum á iðnaðarlóð. Fyrirtækið var beitt dagsektum um tíma, sem var síðar frestað eftir úrbætur. 

Ekki getið í nýjustu umhverfisvöktun

Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, gagnrýnir harðlega, nú sem áður, að umhverfisvöktun á Grundartanga sé á forræði stóriðjuveranna sjálfra. „Umhverfisvaktin hefur ítrekað bent á ónóga umhverfisvöktun vegna mengunar frá Grundartanga. Það sem nú er fjallað um kemur ekki fram í nýjustu skýrslu vegna umhverfisvöktunar, af þeirri einföldu ástæðu að iðjuverin sjá sjálf um utanumhald umhverfisvöktunarinnar. Á hvaða róli er Umhverfisstofnun eiginlega,“ spyr Ragnheiður á Facebook-síðu Umhverfisvaktarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is