Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2016 03:26

Fimm læknar ráðnir til starfa í heilsugæslu

Fimm læknar munu hefja störf við heilsugæslustöðina á Akranesi á næstunni og fylla um þrjú og hálft stöðugildi. „Þunglega hefur horft undanfarna mánuði varðandi læknisþjónustu og biðtími lengst. Þetta gerist í kjölfar þess að heilsugæslulæknar sem starfað hafa á Akranesi um árabil hafa horfið frá stöðinni, ýmist til annarra verkefna eða lokið störfum,“ segir Guðjón Brjánsson forstjóri í samtali við Skessuhorn.

Guðjón segir að nýráðnir læknar séu með umtalsverða starfsreynslu og fjölbreytilegan bakgrunn, bæði í sérfræðigrein heimilislækninga, á geðsviði, endurhæfingu og í almennum lækningum. „Samningur við lækna gerir ráð fyrir a.m.k. tveggja ára samstarfi þar sem lögð verður áhersla á uppbyggingu veigamestu þátta þjónustunnar sem stjórnvöld hafa kynnt undanfarin misseri, svo sem fræðslu, forvarnir, hagnýtingu hreyfiseðla, geðheilbrigðisþjónustu, sálgæslu, hjúkrunarmóttöku og almenna lýðheilsu.  Læknarnir munu hefja störf fljótlega í áföngum en þess er vænst að starfsemi heilsugæslunnar verði komin í gott horf að nýju á vormánuðum,“ segir Guðjón Brjánsson.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is