Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2016 02:01

Þunnskipað lið Snæfells tapaði stórt

Snæfells og Tindastóll mættust í Domino‘s deild karla í körfuknattleik í gær. Leikið var norður á Sauðárkróki. Snæfellsliðið fór heldur þunnskipað norður í Skagafjörð, en vegna meiðsla og veikinda voru aðeins sjö leikmenn á skýrslu. Útlit var því fyrir að á brattann yrði að sækja gegn fullskipuðu liði Tindastóls.

 

Snæfell byrjaði leikinn mjög vel, tók frumkvæðið í upphafi og réði lögum og lofum á vellinum. Var sem heimamenn væru ekki tilbúnir í slaginn, að undanskildum Darrel Lewis, sem hélt þeim inni í leiknum. Heimamenn rönkuðu þó við sér undir lok upphafsfjórðungsins, jöfnuðu metin og náðu síðan fjögurra stiga forystu. Eftir það litu þeir aldrei til baka, settu í fluggírinn og leiddu með 19 stigum í leikhléi, 56-37.

Heimamenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Snæfell komst aldrei nær en sem nam 15 stigum. Tindastólsmenn hertu tök sín á leiknum enn frekar í lokafjórðungnum og sigldu heim 29 stiga sigri, 114-85.

 

Austin Bracey var atkvæðamestur í liði Snæfells með 33 stig og fimm fráköst. Honum næstur kom Sherrod Wright með 24 stig og tók 14 fráköst. Þá skoraði Sigurður Þorvaldsson 15 stig og tók átta fráköst.

Eftir tapið á föstudag situr Snæfell í 9. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 18 leiki, fjórum stigum á undan næsta liði og átta stigum frá fallsæti.

 

Næst tekur Snæfell á móti FSu fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is