Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2016 05:55

Stuðningsmenn hausaþurrkunar hefja undirskriftasöfnun

Undirskriftasöfnun undir yfirskriftinni „Aukin uppbygging“, þar sem íbúum Akraness gefst kostur á að lýsa yfir fullum stuðningi við fyrirhugaðar deiliskipulagsbreytingar á Breiðarsvæðinu á Akranesi, hófst í dag. Með því að skrifa undir skora þátttakendur á bæjarstjórn Akraneskaupstaðar að samþykkja tillögu að breyttu deiliskipulagi á Breiðarsvæðinu á Akranesi. Tillagan lýtur, eins og Skessuhorn hefur áður greint frá, að fyrirhugaðri uppbyggingu Laugafisks. Þar er gert ráð fyrir að hausaþurrkun fyrirtækisins færist undir eitt þak í nýbyggingu. Mun fullbúin verksmiðja geta afkastað um 600 tonnum á viku en starfsleyfi núverandi verksmiðju heimilar um 170 tonna vinnslu á viku. Í fyrsta áfanga framkvæmdanna er stefnt að því að bæta við eftirþurrkunarhúsi við núverandi forþurrkunarhús. Vel að merkja kemur fram í skipulagstillögunni að óheimilt sé að veita byggingarleyfi fyrir öðrum áfanga nema tekist hafi að tryggja viðunandi grenndaráhrif í fyrri áfanga framkvæmdanna.

„Í tillögum HB Granda er gert ráð fyrir verulegum endurbótum á hausaþurrkun fyrirtækisins, sem það keypti fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan. Byggt verður nýtt húsnæði og nýjustu tækni beitt til þess að hausaþurrkunin hafi sem allra minnst eða engin áhrif á umhverfið líkt og gert hefur verið á nokkrum öðrum þéttbýlisstöðum á landinu. Þessar tillögur eru löngu tímabærar og mikið fagnaðarefni. HB Grandi hefur á margvíslegan hátt sýnt með verkum sínum, m.a. við fiskimjölsverksmiðju sína á Akranesi, að fyrirtækinu er fyllilega treystandi þegar kemur að umhverfismálum í mikilli nálægð við íbúa“ segir m.a. orðrétt í yfirskrift söfnunarinnar.

 

Fagnaðarefni að senda tillögur í skipulagsferli

Halldór Jónsson, ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar, segir að henni sé ýtt úr vör til þess að veita þeim íbúum á Akranesi sem fylgjandi eru þessari uppbyggingu tækifæri til þess að tjá hug sinn. „Það var mikið fagnaðarefni þegar Bæjarstjórn Akraness samþykkti á dögunum að senda tillögur HB Granda um að stórbæta hausaþurrkun félagsins í formlegt skipulagsferli. HB Grandi hefur sýnt það í verkum sínum, m.a. í endurbótum á fiskimjölsverksmiðju félagsins á Akranesi sem bræðir allt að 70 tonn á sólarhring, að fyrirtækinu er fyllilega treystandi til að leysa þau vandmál sem fylgt hafa hausaþurrkun. Því miður hefur umræðan um þessi áform fyrirtækisins einkum snúist um fyrri eigendur þurrkunarinnar og liðna tíma en ekki þær framfarir og endurbætur sem felast í tillögum fyrirtækisins líkt og gert hefur verið á öðrum stöðum á landinu,“ segir hann.

 

Þeir sem leiða söfnunina auk Halldórs eru Jóhannes Karl Guðjónsson, varabæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn og knattspyrnumaður, Karen Jónsdóttir framkvæmdastjóri Kaja Organic ehf. og fyrrverandi bæjarfulltrúi og Þórður Guðjónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og forstöðumaður fyrirtækjasviðs Símans.

 

Allir skráðir íbúar á Akranesi sem verða orðnir 18 ára þann 28. mars 2016 geta tekið þátt, en það er einmitt lokadagur undirskriftasöfnunarinnar. Hún fer fram á: www.uppbyggingakranesi.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is