Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2016 12:07

Skagamenn höfðu sigur í Vesturlandsslagnum

Það má búast við öllu þegar Vesturlandsslagur Skallagríms og ÍA fer fram í körfuboltanum. Engu að síður komu úrslit leiksins sem spilaður var í gærkvöldi í Borgarnesi fremur á óvart.  Skagamenn mættu til leiks án Sean Tate að þessu sinni, en hann óskaði eftir því við félagið að fá frí til að fara heim til Bandaríkjanna til að vera viðstaddur jarðarför eins besta vinar síns sem fram fer í dag. Stjórn og þjálfarar ÍA samþykktu að Sean fengi þetta frí og léku því án erlends leikmanns. Fjarvera kappans kom þó ekki að sök í gær þar sem ÍA gerði sér lítið fyrir og vann granna sína sannfærandi; 73-86. Skagamenn léku gríðarlega vel þar sem þjálfararnir fóru fremstir í flokki en Áskell var klárlega maður leiksins með 30 stig og mörg þeirra á mikilvægum augnablikum í leiknum.  Fannar setti trölla tvennu með 20 stig og 21 frákast en hann gældi við þrennuna með sex stoðsendingum. Liðsheild Skagamanna var góð og skóp það umfram annað sigurinn. Hjá Skallagrím fór fremstur í flokki Jean Cadet, sérstaklega sóknarlega, en hann setti 22 stig og tók 14 fráköst, þar af sjö sóknarfráköst.

 

 

Helsti munurinn á liðunum í gær var varnarmegin en það skipti engu máli hvaða fimm leikmenn voru inná hjá ÍA, það vörðust alltaf allir en frá því að ÍA setti fyrstu körfu leiksins leiddu þeir til loka en Skallagrímur komst aldrei yfir í leiknum á meðan ÍA leiddi með mest 22 stigum í stöðunni 42-64 um miðjan annan leikhluta.  Skallagrímur gerð svo áhlaup undir lok þriðja leikhluta og áfram í byrjun fjórða en ÍA hélt ró sinni og Borgnesingar komust aldrei nær en í átta stiga mun og ÍA landaði að lokum 73-86 verðskulduðum sigri.

ÍA lyfti sér upp fyrir Val í 4. sætið með þessum sigri og er með 18 stig, Skallagrímur er enn í 3. sæti með 20 stig þegar fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

 

Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is