Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2016 04:13

Fjármálaráðherra lýsir kröfum í þjóðlendur í Dölum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra (D) hefur fyrir hönd íslenska ríkisins, afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á svokölluðu svæði 9A, þ.e. Dalasýslu að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi. Óbyggðanefnd, sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi, kynnir nú þessar kröfur í þeim tilgangi að ná til þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta.

 

Í stuttu máli er þjóðlendukröfum lýst þannig af hálfu lögmanns fjármála- og efnahagsráðherra:

 

 

Gerð er krafa um svæði sem kallast Botn við Svínbjúg en það afmarkast af merkjalýsingum aðliggjandi jarða og svæða og sýslumörkum að sunnan.

Gerð er krafa um svæði sem kallast fjalllendi Hrafnabjarga en það afmarkast af merkjalýsingu fyrir fjalllendið, sem er að finna í landamerkjabréfi Hrafnabjarga, auk afmörkunar aðliggjandi jarða og svæða og sýslumarka að sunnan.

Gerð er krafa um svæði sem kallast fjalllendi Fremri Vífilsdals. Þar er gerð aðalkrafa og krafa til vara en báðar kröfurnar afmarkast af merkja-lýsingum aðliggjandi jarða og svæða eins og þær eru viðurkenndar af hálfu íslenska ríksins og sýslumörkum að sunnan.

Gerð er krafa um landsvæði sunnan Hundadals ásamt Hundadalsheiði. Þar er gerð aðalkrafa og krafa til vara en báðar kröfurnar afmarkast af merkjalýsingum aðliggjandi jarða og svæða eins og þær eru viðurkenndar af hálfu íslenska ríksins og sýslumörkum að sunnan.

Gerð er krafa um svæði sem nefnist Sauðafellsselland, en það afmarkast af merkjalýsingu þess sem er að finna í landamerkjabréfi Sauðafells, auk afmörkunar aðiliggjandi jarða og svæða og sýslumarka að sunnan.

Gerð er krafa um svæði sem nefnist Geldingadalur, en það afmarkast af merkjalýsingu þess sem er að finna í landamerkjabréfi Kvennabrekku auk afmörkunar aðliggjandi jarða og svæða og sýslumarka að sunnan.

Gerð er krafa um landsvæði sunnan og vestan Villingadalsdraga, sem afmarkast af merkjalýsingum aðiliggjandi jarða og svæða eins og þær eru viðurkenndar af hálfu íslenska ríkisins og sýslumarka að sunnan.

Gerð er krafa um landsvæði sem nefnist Jörfaafréttur, sem afmarkast af merkjalýsingu þess sem er að finna í landamerkjabréfi Jörfa auk afmörkunar aðliggjandi jarða og svæða og sýslumarka að sunnan.

Gerð er krafa um landsvæði sem nefnist Stóri-Vatnshornsmúli, sem afmarkast af merkjalýsingu þess sem er að finna í landamerkjabréfi Stóra- Vatnshorns og Skinnþúfu, auk afmörkunar aðliggjandi jarða og svæða og sýslumarka að sunnan og austan.

Gerð er krafa um landsvæði sem nefnist fjalllendi Skarðs, sem afmarkast af merkjalýsingu aðliggjandi jarða og svæða eins og þær eru viðurkenndar af hálfu íslenska ríkisins, auk afmörkunar aðliggjandi jarða og svæða og sýslumarka að austan.

Gerð er krafa um landsvæði sem nefnist Vatns-Þverdalur, sem afmarkast af merkjalýsingu þess sem er að finna í landamerkjabréfi fyrir Skógsmúla og Þverdalsland, auk afmörkunar aðliggjandi jarða og svæða.

Gerð er krafa um landsvæði sem nefnist Flekkudalur, sem afmarkast af merkjalýsingu þess sem er að finna í landamerkjabréfi Staðarfells auk afmörkunar aðliggjandi jarða.

Gerð er krafa um landsvæði sem nefnist Svínadalur/Hölknárheiði/Fosssel, sem að hluta til afmarkast af merkjalýsingu fyrir Svínadal sem er að finna í landamerkjabréfi Hvols, auk afmörkunar aðliggjandi jarða og svæða og sýslumarka að austan.

 

Nákvæma afmörkun og yfirlitskort er að finna á heimasíðu óbyggðanefndar (www.obyggdanefnd.is) og á skrifstofum viðkomandi sveitarfélags og sýslumannsembættis.

 

Kröfur þessar voru birtar með lögformlegum hætti í Lögbirtingablaðinu fimmtudaginn 18. febrúar 2016. Þar er skorað á þá sem telja til eignarréttinda á þjóðlendukröfusvæðis ríkisins að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd innan þriggja mánaða, nánar tiltekið í síðasta lagi miðvikudaginn 18. maí 2016.

 

Að loknum framangreindum fresti fer fram opinber kynning á heildarkröfum (ríkis og annarra) sem stendur í einn mánuð. Einnig verður svæðinu skipt í mál og boðað til fyrstu fyrirtöku. Málin eru síðan tekin fyrir eins oft og þörf er á, frekari gögn lögð fram og leitast við að skýra þau að öðru leyti. Loks fer fram svokölluð aðalmeðferð, með tilheyrandi vettvangsskoðun, skýrslutökum og málflutningi. Að lokinni aðalmeðferð eru mál tekin til úrskurðar og úrskurðir kveðnir upp í kjölfarið.

Verkefni óbyggðanefndar er að úrskurða um annars vegar kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins og hins vegar kröfur þeirra sem telja sig eiga öndverðra hagsmuna að gæta, nánar tiltekið um 1) hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, 2) hver séu mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og 3) hver séu eignarréttindi innan þjóðlendu.

 

Þess skal loks getið að óbyggðanefnd hefur þegar lokið umfjöllun um eignarlönd og þjóðlendur á 76% af landinu öllu og 92% lands á miðhálendinu, samkvæmt skipulagslegri skilgreiningu á því hugtaki.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is