Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2016 08:01

Rótarýklúbbur Akraness kynnir „Útlenda Skagamenn“

Rótarýdagurinn verður haldinn í annað sinn um land allt laugardaginn 27. febrúar næstkomandi. Þema dagsins að þessu sinni er „fjölmenning“ í víðu samhengi. Markmið Rótarýdagsins eru að vekja athygli á starfi Rótarý og að styrkja ímynd klúbbsins. Þá er einnig vakin athygli á þeirri fjölmenningu sem til staðar er í nærumhverfinu, á alþjóðaverkefnum Rótarý og þeirri fjölmenningu sem innan Rótarýhreyfingarinnar er. Í tilefni dagsins ætlar Rótarýklúbbur Akraness að halda opinn fund sem nefnist Útlendir Skagamenn.

„Við ætlum að efna til málþings til að vekja athygli á því hvernig erlendir einstaklingar finna sér starf og heimili á Akranesi. Það munu því fimm einstaklingar víðsvegar að úr heiminum koma fram og segja frá bakgrunni sínum og ástæðunni fyrir því að þeir settust að á Akranesi,“ segja Lárus Ársælsson og Guðmundur Páll Jónsson félagar úr Rótarýklúbb Akraness. Þar sem rótarýhreyfingin er starfsgreinaklúbbur munu einstaklingarnir meðal annars segja frá starfi sínu, kynna landið sem þeir koma frá og sinn uppeldisbæ. „Fyrirlesararnir eru  Jóhannes Símonsen frá Færeyjum, Ruth Jörgensdóttir Rauderberg frá Þýskalandi, Uchechukwu Michael Eze frá Nigeríu, Shyamali Ghosh frá Indlandi og Tuyet Anhthi Nguyen frá Víetnam sem ætla að segja frá bakgrunni sínum og sjálfum sér. Við vildum nálgast fjölmenninguna með þessum hætti því að á Akranesi býr margt fólk sem er af erlendu bergi brotið,“ útskýrir Guðmundur. Erindin verða öll haldin á íslensku og eftir þau verða umræður í salnum og spurningum svarað.

Rótarý er fjölmenningarsamfélag

Rótarýklúbbur Akraness er einn af þrjátíu Rótarýklúbbum á Íslandi. Allir hafa þeir það að markmiði að vinna að ýmsum samfélagsverkefnum, sem mismunandi eru eftir klúbbum. Hreyfingin stendur fyrir sameiginlegum styrktarsjóð á heimsvísu sem meðal annars hefur verið nýttur til þess að útrýma mænuveiki á heimsvísu í sameiginlegu átaki við Alþjóðaheilbrigðismálastofnun, Unicef og sjóð Bill og Melindu Gates. Rótarý er atvinnugreinahreyfing í grunninn, þar sem fólk úr ýmsum áttum kynnist og miðlar þekkingu sinni. Meginmarkmið hreyfingarinnar eru þó ýmis viðfangsefni á sviði mannúðar- og menningarmála um allan heim. „Rótarýhreyfingin starfar í flest öllum löndum heims og telur yfir 1,3 milljónir félagsmanna í tæplega 3.500 klúbbum. Það má því segja að Rótarý sé fjölmenningarsamfélag sem slíkt,“ segja Lárus og Guðmundur.

 

Fundurinn „Útlendir Skagamenn“ verður haldinn í Garðakaffi á Akranesi næstkomandi laugardag, 27. febrúar frá klukkan 11 til 13. Fundurinn er öllum opinn og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is