Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2016 11:12

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð ályktar um umhverfismál

Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð var haldinn 14. febrúar síðastliðinn í Garðakaffi á Akranesi. Á fundinum voru samþykktar nokkrar ályktanir sem eðli málsins samkvæmt snúa allar að umhverfismálum en ábendingum beint til ólíkra stofnana sem um þau fjalla. Meðal annars skorar félagið á umhverfisráðherra að láta gera úttekt á því hvort ákvarðanir Umhverfisstofnunar gagnvart mengandi iðjuverum á Grundartanga samræmist meginmarkmiðum stofnunarinnar, sem er að vernda náttúru og lífríki Íslands. Vill félagið að þessari úttekt verði lokið haustið 2016. Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að iðjuverin á Grundartanga beri ábyrgð á umhverfisvöktun vegna eigin mengunar samkvæmt starfsleyfi sem Umhverfisstofnun gefur út og ber ábyrgð á. „Allt vöktunarferlið er á forræði iðjuveranna sem stöðugt senda eiturefni út í andrúmsloftið. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð álítur að Umhverfisstofnun vinni gegn eigin markmiðum með því að veita starfsleyfi sem inniheldur slíka þjónkun við mengandi iðjuver, jafnvel þó að dæmi um slíkt megi finna í öðrum löndum,“ segir í greinargerðinni.

 

 

Þá er í annarri samþykkt aðalfundarins skorað á Umhverfisstofnun að draga til baka nýtt starfsleyfi sem Norðuráli á Grundartanga var veitt þann 16. desember síðastliðinn þar sem það gefur Norðuráli meiri möguleika til losunar flúors en eldra starfsleyfið gerir. Minnt var á að eldra starfsleyfið gildi til ársins 2020.

 

Þá var skorað á umhverfisráðherra að hefja nú þegar undirbúning þess að flytja ábyrgð á umhverfisvöktun vegna mengunar frá iðjuverunum á Grundartanga frá forsvarsmönnum iðjuveranna til óháðrar, til þess bærrar stofnunar.

 

Umhverfisvaktin samþykkti að að skora enn og aftur á Matvælastofnun að hlutast til um að hafnar verði grunnrannsóknir á þoli íslensks búfjár gagnvart flúori í fóðri og áhrifum langtíma flúorálags á heilsu íslensks búfjár. Fundurinn vísar til þess að nú þegar eru þrjú stór álver starfandi á Íslandi og hugmyndir eru uppi um fleiri slík, auk þess sem vænta má eldgosa sem hafa í för með sér verulega flúormengun.

Loks skora félagsmenn Umhverfisvaktarinnar á stjórn Faxaflóahafna að snúa sé að öðrum og uppbyggilegri verkefnum en mengandi iðnaði í Hvalfirði, sem orðið hefur tekjulind fyrir eigendur Faxaflóahafna, einkum Reykjavíkurborg. „Aðalfundurinn hafnar því að tilraunaverkefni Silicor Materials verði komið fyrir í Hvalfirði. Jafnframt hvetur aðalfundurinn stjórn Faxaflóahafna til þess að leggjast í nákvæma skoðun á fyrirbærinu “grænn iðnaður” og hafa hugfast að þungaiðnaður getur aldrei orðið „grænn.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is