Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2016 09:01

Ljósmyndasýning í Hvítahúsi á Snæfellsnesi

Hvítahús er listhús rétt utan við Hellissand á Snæfellsnesi. Þar gefst listamönnum kostur á að dvelja mánuð í senn og vinna að list sinni. Venjan er að síðustu helgi hvers mánaðar sé blásið til sýningar þar sem listamaðurinn sýnir afrakstur dvalarinnar. Um þessar mundir dvelur í Hvítahúsinu ljósmyndarinn Anne Oschatz. Hún hefur undanfarinn mánuð tekið myndir þar sem íslenski lopinn er aðal viðfangsefni hennar. Verður afrakstur hennar vinnu sýndur á morgun, fimmtudaginn 26. febrúar frá 17-21.  „Hún ætlar að sýna myndir úr Ólafsvík sem hún hefur tekið af konum sem prjóna úr íslensku ullinni,“ segir Steingerður Jóhannsdóttir, eigandi Hvítahúss.  Hún segir listsýningarnar jafnan vel sóttar.

„Almenn er mjög góð aðsókn. Við eigum marga fastagesti sem koma á hverja einustu sýningu og ég held að okkar starf sé þýðingarmikið innlegg í menningarlífið á Snæfellsnesi.“ Aðsókn listamanna í Hvítahúsið er að sögn Steingerðar alltaf að aukast. „Það er uppbókað fram á haustið og komnar nokkrar umsóknir fyrir árið 2017,“ segir hún og bætir því við að listamennirnir séu eins fjölbreyttir og þeir eru margir.

 

„Hingað hafa komið listmálarar, myndlistarhópar, ljósmyndarar. Í maí kemur til dæmis barnabókahöfundur og nú er á Hellissandi á okkar vegum kínverskur lögfræðingur sem vinnur að handriti að heimildarmynd um lítið þorp í Kína,“ segir Steingerður. „Þannig að listamennirnir sem hingað koma fást við ýmislegt,“ bætir hún við að lokum.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is