Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2016 10:01

Kirkjuvika framundan á Akranesi

Akraneskirkja efnir nú í fjórða sinn til sérstakrar kirkjuviku. Tilgangur hennar er að vekja athygli á því fjölbreytta starfi sem fer fram í söfnuðinum. Hjá Akraneskirkju eru sex manns í föstu starfi, að tveimur prestum meðtöldum. Auk þess eru nokkrir leiðtogar í barna- og unglingastarfi og margir sjálfboðaliðar sem koma að þjónustunni á einn eða annan hátt, svo sem kórfólk, sóknarnefndarfólk og konur í Kirkjunefndinni.

 

Að sögn séra Eðvarðs Ingólfssonar sóknarprests verður dagskrá kirkjuviku í ár, sem fyrr, fjölbreytt í tali og tónum. Hér eru nokkur dæmi um það:

„Guðsþjónusta verður haldin í Akranesvita nk. sunnudag, kl. 14. Arndís Halla Jóhannesdóttir, markþjálfi og þroskaþjálfi, mun halda fyrirlestur á mánudagskvöld kl. 20 sem nefnist: Mikill hlátur og smá grátur. Þar mun hún tala um lífið og tilveruna, vinnuna og einkalífið. Sjálf hefur hún þurft að takast á við krabbamein og mun hún m.a. segja frá þeirri reynslu sinni. Sýning á kirkjugripum og skrúða verður í anddyri safnaðarheimilisins alla vikuna.“

 

Á þriðjudaginn kl. 18 sýnir Stoppleikhópurinn leikritið „Upp, Upp“ eftir Valgeir Skagfjörð í Akraneskirkju. Byggir það á æskuárum séra Hallgríms Péturssonar. Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir, sérstaklega fermingarbörnin. Á fimmtudaginn kl. 11 bjóða prestarnir, þeir Eðvarð og Þráinn, fólki á öllum aldri í létta morgungöngu (tekur hálftíma). Heitt súkkulaði í Vinaminni í lokin. Á fimmtudagskvöldið kl. 20 verða píanótónleikar á vegum Kalmans-listafélags í safnaðarheimilinu. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur. Að síðustu má geta þess að haldin verður fjölskyldusamkoma á æskulýðsdaginn 6. mars nk. Ungmennakór Akraneskirkju og Patrekur Orri Unnarsson flytja tónlist.

 

Dagskrá kirkjuvikunnar er nánar kynnt á heimasíðu Akraneskirkju og í auglýsingu sem birtist í Skessuhorni í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is