Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2016 04:00

Hjóla óháð aldri á glæsilegum reiðhjólum

Starfsfólk og íbúar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi fengu að prófa og skoða glæsileg reiðhjól þegar verkefnið „Hjólað óháð aldri“ var kynnt síðastliðinn miðvikudag. Reiðhjólin koma upprunalega frá Danmörku, þar sem verkefnið hefur notið mikilla vinsælda á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Fremst á hjólinu er sæti með svuntu og skyggni þar sem einn eða tveir einstaklingar geta setið og notið þess að komast í hjólatúr á nýjan leik. Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni er verkefnisstjóri Hjólað óháð aldri. Á kynningu sinni á Höfða sagði hún slík hjól vera komin á hjúkrunarheimili um allan heim á örfáum árum, þar með talið á 400 heimili í Danmörku. Hjólafærni á Íslandi hefur leitt innleiðingu og utanumhald Hjólað án aldurs á Íslandi frá því að verkefnið hófst fyrir nokkrum mánuðum. Nú þegar eru komin þrjú hjól á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og fleiri á leiðinni á landsbyggðina.

 

Samtal án orða

Hjólað óháð aldri byggir á því að rjúfa einangrun og efla lífsgleði íbúa á hjúkrunarheimilum með því að gefa þeim kost á að fara út að hjóla. Sjálfboðaliðar sjá um að hjóla hjólinu sem er með litlum rafmótor sem auðveldar aksturinn. Sjálfboðaliðarnir eru kallaðir hjólarar og geta verið úr röðum nágranna, ættingja eða jafnvel starfsmanna hjúkrunarheimilanna. Þá eru skipaðir hjólastjórar en þeir halda utan um verkefnið. Að sögn Sesselju eru haldin hjólaranámskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á að gerast hjólarar. „Eldra fólk hefur verið ánægt með þetta. Það fær þarna tækifæri til að finna vindinn í vangann á nýjan leik, að upplifa fuglasöng, gróðurinn og ferðast um göngustíga sem það hefur ekki séð lengi,“ sagði Sesselja í erindi sínu. Reynslan hefur sýnt að hjólaferðirnar hafa aukið vellíðan þeirra sem þær stunda og að þarna skapist einstök leið fyrir aðstandendur til að njóta tilverunnar með þeim sem ef til vill er ekki auðvelt að eiga samtal við. „Með þessu er hægt að njóta þess að vera saman, að vera úti og að upplifa. Ekki að vera alltaf bara að tala saman. Í hjólatúr er nefnilega hægt að eiga samtal án orða.“ Sesselja benti jafnframt á að hjólin væri hægt að nota árið um kring að aðstæður á Akranesi væru einstaklega góðar til hjólreiða.

 

  

Leitað að áhugasömum aðilum

 

Íbúum á Höfða leist vel á reiðhjólin og biðu spenntir eftir því að fá að prófa þau. Í samtali við Skessuhorn sagði Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri á Höfða að næstu skref væru að safna fyrir slíku hjóli, sem kostar um 800 þúsund krónur. „Við vitum að það yrði frábært fyrir fólkið okkar að hafa aðgang að svona hjóli. Nú er verið að leita eftir áhugasömum aðilum til að halda utan um verkefnið á Höfða og einnig eftir einhverjum sem geta haldið utan um slíka söfnun,“ segir Helga.

Kristján Ásgeirsson íbúi á Höfða var einn þeirra sem prófaði hjólið í síðustu viku og í kjölfarið setti hann fyrstu 1000 krónurnar í söfnunina. „Líknarfélög gætu til dæmis styrkt þetta málefni, sem og fyrirtæki eða einstaklingar sem hafa áhuga. Við höfum einnig haft samráð við ÍA um verkefnið. Þetta er hópur sem á tilkall til þjónustu frá ÍA eins og aðrir bæjarbúar, þó þeir nýti þá þjónustu sjaldan,“ segir Helga. Þeir sem hafa áhuga á að leggja verkefninu lið á einhvern hátt geta haft samband við Maríu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa eða Elísabetu Ragnarsdóttur sjúkraþjálfara á Höfða.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is