Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2016 04:00

Framkvæmdir í Fransiskushúsinu á lokametrunum

Þessa dagana má heyra hamarshögg og söng vélsaga berast úr Fransiskushúsinu í Stykkishólmi. Þar er unnið hörðum höndum að framkvæmdum við nýja álmu Hótels Fransiskus sem til stendur að taka í gagnið í lok næsta mánaðar. „Þetta er svona á lokametrunum,“ segir Unnur Steinsson framkvæmdastjóri í samtali við Skessuhorn. „Í upphafi var áætlað að framkvæmdum myndi ljúka í mars og allt bendir til þess að það muni ganga eftir.“

Nýja álman er þar sem áður var heimili systranna, þar ráku þær einnig saumastofu, prentsmiðju, smíðaverkstæði og fleira á sínum tíma. „Þetta voru ótrúlegar konur sem létu ekkert aftra sér, byggðu sér heimili, kapellu og spítala. Ég vil meina að þær hafi verið frumkvöðlar síns tíma og miklir skörungar.“ Unnur segir framkvæmdirnar hafa verið mikla lyftistöng fyrir samfélagið. „Um 15 - 20 manns hafa unnið í þessu verkefni undanfarin tvö og hálft ár. Þetta hefur verið skapað mörg störf fyrir iðnaðarmenn hér í Stykkishólmi. Það eina sem við höfum þurft að sækja annað eru múrararnir,“ segir hún.

 

Nánar er sagt frá framkvæmdum í Fransiskuhúsinu í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is