Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2016 06:01

Fyrstu eintök af Hófnum líta dagsins ljós

Í Frumkvöðlasetri Borgarness í Brákarey fer jafnan fram merkileg starfsemi. Hæst ber smíði og viðgerðir á bátum og ýmsu úr trefjaplasti, en jöfnum höndum er þar einnig unnið frumkvöðlastarf þar sem ekki er fetað troðnar slóðir. Þar á bæ er engin hræðsla við áskoranir. Þau Þorsteinn Máni Árnason og María Sigurjónsdóttir ráða ríkjum í Frumkvöðlasetrinu. Meðal verkefna þeirra undanfarin misseri hefur verið framleiðsla á endurgerðum stól sem nefnist Hófurinn. Stóll þessi er, eins og nafnið gefur til kynna, eftirgerð af hesthóf í stækkaðri mynd en upphaflega var stóll þessi óður til íslenska hestsins. Hófinn hannaði og smíðaði upphaflega Jóhann Ingimarsson, Nói, árið 1970. Nói var einn fremsti frumkvöðull íslenskrar húsgagnasmíði. Nói lést 10. janúar síðastliðinn, níræður að aldri. Var stóll þessi ávallt í sérstöku uppáhaldi hjá Nóa þótt honum hafi ekki auðnast að hefja framleiðslu á honum. Nói var nokkuð ölkær og gerði að gamni sínu með að slagorð fyrir sölu á stólnum þegar þar að kæmi ætti að vera: „Drekktu í Hófi“.

 

Nánir umfjöllun um Hófinn og hönnun hans má finna í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is