Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2016 08:01

Jákvæð rekstrarafkoma LbhÍ í fyrsta sinn í áratug

Rekstur Landbúnaðarháskóla Íslands á síðasta ári mun skila afgangi sem nemur á þriðja tug milljóna króna. Er það í fyrsta sinn sem stofnunin er rekin með afgangi og byrjar að greiða niður skuld sína við ríkissjóð. Björn Þorsteinsson rektor segir þetta tímamót í sögu skólans. „Það hefur verið þungt undir fæti að reka þessa stofnun allar götur síðan hún var sett saman í núverandi mynd,“ segir hann.

 

Þegar Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Garðyrkjuskóli ríkisins voru sameinaðir í LbhÍ árið 2005 áttu skólarnir tveir, sérstaklega skólinn á Hvanneyri, í fjárhagslegum erfiðleikum að sögn Björns. Frá fyrsta degi hafi LbhÍ því verið skuldsett stofnun. Máli sínu til stuðnings upplýsir hann að árið 2014 hafi skólinn skuldað ríkissjóði 67% af heildarfjárheimildum skólans. Það gerir rúmlega fjögurhundruð milljónir króna í skuldir. „Róðurinn hefur alla tíð verið gríðarlega þungur,“ segir Björn. „En nú eru jákvæðari teikn á lofti með rekstrarniðurstöðu, enda búið að fara í gegnum harkalega hagræðingu, sem því miður hefur komið illa niður á faglegri getu skólans,“ bætir hann við.

Heildarvelta LbhÍ þetta árið er áætluð 1.250 milljónir króna. Heimild skólans á fjárlögum er 736,7 milljónir en þar fyrir utan er reiknað með sértekjum upp á 533,5 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að afgangur af rekstrinum verði notaður til að halda áfram að greiða niður skuldir. „Nú sjáum við fram á að skila afgangi í fyrsta sinn frá 2005. Ekki hefur verið gengið endanlega frá bókhaldinu ennþá og því ekki hægt að gefa upp nákvæma tölu með aukastöfum. En afgangurinn verður á þriðja tug milljóna og eru þetta mikil og jákvæð tímamót í sögu skólans,“ segir Björn ánægður. „Alltaf er verið að herða kröfur um rekstur opinberra stofnana. Mikilvægt er að halda búinu réttum megin við strikið og standa við þau lög sem gilda um reksturinn,“ bætir hann við.

 

Rekstrarafgangur LbhÍ mun gera skólanum kleift að greiða upp hluta af skuldunum við ríkissjóð. „Við komum einnig til með að afskrifa nokkuð af óinnheimtanlegum skuldum, en á okkur hefur hvílt krafa frá Ríkisendurskoðun að grípa til slíkra afskrifta,“ segir hann og bætir því við að mikilvægt sé að hefja slíkar aðgerðir um leið og færi gefst. „Mikilvægt er að slíkar skuldir dagi ekki upp í bókhaldi skólans ár eftir ár,“ bætir Björn við og horfir björtum augum til framtíðar.

 

Sjá nánar fréttaviðtal við Björn Þorsteinsson rektor í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is