Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2016 02:01

„Var orðinn slituppgefinn á stundum“

Ólafur Þór Hauksson var skipaður í embætti héraðssaksóknara um síðastliðin áramót. Áður hafði hann gegnt embætti sérstaks saksóknara um nokkurra ára skeið, eða frá því embættið var stofnað í ársbyrjun 2009 í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi. Embættið var fyrst um sinn sett á laggirnar til tveggja ára en því var framlengt um tæp fimm ár. Ólafur segir að það hafi verið orðinn samhljómur um að embætti sérstaks saksóknara tæki enda um síðustu áramót enda hafi loks séð fyrir endann á verkefnunum sem fylgdu því starfi. Við breytinguna tók héraðssaksóknari meðal annars við öllum verkefnum sérstaks saksóknara, bæði saksókn og rannsóknum efnahags- og skattalagabrota. Það var þó ekki sjálfgefið að Ólafur Þór myndi gegna embættinu.

 

„Starfið var ekki merkt neinum fyrirfram, ég sótti bara um það í sumar þegar það var auglýst laust til umsóknar,“ segir Ólafur í samtali við Skessuhorn. Ólafur er búsettur á Akranesi ásamt fjölskyldu sinni og var sýslumaður á Akranesi þegar hann var skipaður í embætti sérstaks saksóknara. Það starf var auglýst laust til umsóknar í tvígang og sótti Ólafur um í seinna skiptið. „Ég hafði ekki starfað á sviði efnahagsbrota eða neitt slíkt sem sýslumaður. Starfið var því kannski ekki á því sviði sem ég hafði verið að vinna á áður og ég taldi að aðrir hefðu meiri þekkingu og sterkari skoðanir á þessu. Svo fór ég á fund í ráðuneytinu og þá var ég spurður að því hvort ég gæti ekki hugsað mér að sækja um þetta starf,“ rifjar Ólafur upp. Hann var fluttur tímabundið til í starfi og var settur í leyfi frá embætti sýslumanns. „Mér var bent á að ég gæti gengið að gamla starfinu vísu á Akranesi þegar ég kæmi til baka. En svo lokuðu þeir sjoppunni,“ segir hann hlæjandi og vísar til nýlegra breytinga hjá sýslumannsembættinu sem leiddi til sameiningar allra sýslumannsembættanna á Vesturlandi.

 

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við Ólaf Þór þar sem hann segir nánar frá störfum sínum ásamt öðru.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is