Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2016 11:47

Júlíönuhátíðin hefst í Stykkishólmi í kvöld

Í kvöld hefst með setningarathöfn í Vatnasafninu í Stykkishólmi Júlíana - hátíð sögu og bóka. Er hátíðin haldin ár hvert og tileinkuð minningu skáldkonunnar Júlíönu Jónsdóttur. Árið 1876 gaf hún út ljóðabókina Stúlku og varð þar með fyrsta íslenska konan sem fékk gefna út eftir sig ljóðabók. „Júlíönu-hátíðin er að mínu viti mjög merkur viðburður og hefur aldrei verið umfangsmeiri en núna,“ segir Gréta Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda í samtali við Skessuhorn.  Eitt af markmiðum hátíðarinnar er að vekja athygli á og hvetja til lesturs bóka. Liður í því er að virkja grunnskólabörn til þátttöku í dagskránni. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „En hvað það var skrítið,“ og af því tilefni hafa grunnskólabörn lesið verðlaunabókina Mömmu klikk eftir Gunnar Helgason.  

 

Ítarlega er rætt við Grétu Sigurðardóttur forsvarsmann hátíðarinnar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is