Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2016 06:01

Menntabúðir Vesturlands haldnar í Stykkishólmi á þriðjudag

Þriðju Menntabúðir Vesturlands verða haldnar í Grunnskóla Stykkishólms þriðjudaginn 1. mars. Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá er Menntabúðum ætlað að vera umræðuvettvangur grunnskólakennara, þar sem þeir geta komið saman deilt hugmyndum sínum og sagt frá reynslu sinni. Kennarar af Snæfellsnesi verða áberandi í kynningum að þessu sinni, enda þar unnið að mörgum spennandi skólaþróunarverkefnum. Á kynningum á Menntabúðum að þessu sinni verður fjallað um innleiðingu Office 365 í Heiðarskóla og hvernig nemendur á miðstigi nýta sér skýjalausnir Microsoft hugbúnaðarins. Einnig verður til umfjöllunar Osmo, sem er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir iPad og Mystery Skype, þar sem grunnskólabörn eiga samtal við önnur börn um allan heim. Er það leikur sem nýtist vel í samfélagsfræðikennslu.

 

Fjallað verður um byrjendalæsi og áhugasviðsverkefni 9. bekkjar nemenda í Stykkishólmi í ensku. Þá mun Gunnlaugur Smárason fjalla um tölvuleikinn Minecraft og hvernig hann nýtist til kennslu, en hann vinnur þessa að verkefnabók upp úr leiknum og mun kynna hana á Menntabúðum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is