Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2016 04:45

Andstæðingar fiskþurrkunar á Breið hefja undirskriftasöfnun

Hafin er undirskriftahöfnun þar sem íbúum Akraness gefst kostur á að mótmæla fyrirhuguðum breytingum um deiliskipulag á Breiðarsvæðinu á Akranesi. Með því að skrifa undir skora þátttakendur á bæjarstjórn að „hafna fyrirliggjandi skipulagstillögu og hefja í kjölfarið viðræður við HB Granda um aðra staðsetningu í sátt við alla íbúa Akraness,“ eins og segir meðal annars í yfirskrift söfnunarinnar. Tillagan lýtur, eins og Skessuhorn hefur áður greint frá, að fyrirhugaðri uppbyggingu Laugafisks. Þar er gert ráð fyrir að hausaþurrkun fyrirtækisins færist undir eitt þak í nýbyggingu. Mun fullbúin verksmiðja geta afkastað um 600 tonnum á viku en starfsleyfi núverandi verksmiðju heimilar um 170 tonna vinnslu á viku. Í fyrsta áfanga framkvæmdanna er stefnt að því að bæta við eftirþurrkunarhúsi við núverandi forþurrkunarhús. Vel að merkja kemur fram í skipulagstillögunni að óheimilt sé að veita byggingarleyfi fyrir öðrum áfanga nema tekist hafi að tryggja viðunandi grenndaráhrif í fyrri áfanga framkvæmdanna.

 

„Ég, íbúi á Akranesi, mótmæli auglýstri breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis. Ég vil ekki að stærsta fiskþurrkun á Íslandi verði reist við íbúabyggð á Neðri-Skaganum. Það er óumdeilt að fiskþurrkun veldur óþægilegri lyktarmengun. Ég tel að lyktarmengunin muni rýra lífsgæði á Akranesi og sérstaklega þeirra sem búa á Neðri-Skaga. Ég tel að lyktarmengun hafi neikvæð áhrif á útivistarsvæðið á Breiðinni, uppbyggingu gamla bæjarins og Sementsreitsins og á ímynd og ásýnd Akraness almennt,“ segir í yfirskrift söfnunarinnar.

 

Íbúamál allra sem búa á Akransi

Að undirskriftasöfnuninni stendur, eins og segir á heimasíðu söfnunarinnar, „áhugahópur um betri byggð á Akranesi“. Talsmaður hópsins vill ítreka að hópurinn geri ekki kröfu á að verksmiðjan verði flutt út fyrir bæjarmörkin. „Við leggjum áherslu á að við erum ekki að biðja um að þessi verksmiðja fari úr bæjarfélaginu heldur að hún sé ekki svona nærri íbúabyggð þar sem hún hefur áhrif á íbúa þar og fólk sem leggur leið sína í miðbæinn,“ segir hann. Enn fremur vekur hann máls á því að hópurinn samanstandi af fólki víða úr bænum og segir þetta mál allra íbúa Akraness. „Þetta eru ekki bara íbúar á Neðri-Skaga sem standa að söfnuninni heldur fólk alls staðar úr bænum. Við leggjum ríka áherslu á að þetta sé íbúamál allra sem búa á Akranesi,“ segir talsmaður hópsins. „Við teljum það vera okkar lýðræðislegu skyldu og rétt að bjóða íbúum sem eru á sömu skoðun og við að tjá hug sinn. Við viljum nálgast þetta með málefnalegum hætti og eiga um það málefnalegar umræðu,“ segir hann.

 

Þátttakendur skulu vera orðnir kosningabærir íbúar á Akranesi, þ.e. hafa náð 18 ára aldri og hafa lögheimili í bæjarfélaginu, fyrir 29. mars næstkomandi þegar söfnun undirskrifta lýkur. Hún fer fram á http://betraakranes.org/.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is