Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. febrúar. 2016 10:06

Snæfell vann stórsigur á Hamri

Snæfell heimsótti Hamar í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik í gær. Leikurinn fór fremur hægt af stað. Leikmönnum beggja liða gekk illa að hitta úr skotum sínum í upphafsfjórðungnum en Snæfell hafði þó heldur yfirhöndina. Hamar minnkaði muninn í eitt stig snemma í öðrum leikhluta áður en Snæfell náði góðum spretti og níu stiga forskoti í hálfleik, 21-30.

 

Í síðari hálfleik sýndu Snæfellskonur mátt sinn og megin og réðu lögum og lofum á vellinum. Þær juku forustuna jafnt og þétt eftir leikhléið en lögðu svo drög að stórsigri með góðum kafla undir lok þriðja leikhluta. Heimaliðinu gekk illa að skora og mátti sín lítils gegn góðum sóknarleik Íslandsmeistaranna. Munurinn var orðinn 24 stig og átti aðeins eftir að aukast lítillega það sem eftir lifði leiks. Lokatölur í Hveragerði urðu 39-69 , Snæfelli í vil.

 

Berglind Gunnarsdóttir var atkvæðamest Snæfellskvenna með 22 stig og tíu fráköst. Næst henni kom Haiden Palmer með 14 stig, tólf fráköst og sjö stoðsendingar.

 

Snæfell trónir á toppi deildarinnar með 34 stig eftir 19 leiki. Næsti leikur liðsins fer fram miðvikudaginn 2. mars þegar liðið tekur á móti Stjörnunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is