Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. febrúar. 2016 10:11

Skallagrímskonur eru deildarmeistarar

Síðastliðinn laugardag tók Skallagrímur á móti Breiðabliki í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Skallagrímskonur höfðu yfirhöndina í upphafi leiks en Blikar voru þó aldrei langt undan. Borgnesingar fóru þó að síga fram úr undir lok fyrsta leikhluta og jók forskot sitt jafnt og þétt þar til flautað var til hálfleiks. Þá munaði 15 stigum á liðunum, staðan 49-35 og staða Skallagrímskvenna vænleg.

 

Þær mættu af miklum krafti til síðari hálfleiks og gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta með góðum varnarleik þar sem Blikar skoruðu aðeins átta stig. Í lokafjórðungnum bættu Skallagrímskonur hægt og rólega við forskot sitt. Þegar lokaflautan gall var munurinn orðinn 29 stig og staðan 85-56, Skallagrími í vil.

 

Erikka Banks var atkvæðamest Skallagrímskvenna með 18 stig og 16 fráköst. Ka-Deidre J. Simmons kom henni næst með 14 stig, Sólrún Sæmundsdóttir skoraði tólf stig og Kristrún Sigurjónsdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir tíu stig hvor.

 

Sigurinn tryggði Skallagrímskonum deildarmeistaratitil í 1. deild. Þær hafa verið langbesta lið deildarinnar í vetur, aðeins tapað einum af 17 leikjum sínum og eru vel að titlinum komnar. Deildarmeistaratitillinn tryggir þeim heimaleikjarétt í úrslitakeppninni í vor. Þar verður leikið um sæti í úrvalsdeild og verða Skallagrímskonur að teljast sigurstranglegastar í þeirri keppni, slíkt hefur gengi þeirra verið það sem af er vetri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is