Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. febrúar. 2016 02:04

Auðlindin í Daníelslundi

Daníelslundur er ein af fjölmörgum auðlindum í Borgarbyggð. Daníelslundur er „Opinn skógur“ í eigu Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Fjölmargir ganga um skóginn sér til yndisauka á öllum tímum árs. Göngustígar hafa verið lagðir um skóginn þannig að auðvelt er að fara um svæðið. Við bílastæðin hefur verið komið upp útigrillum sem vegfarendur hafa getað notað. Á haustin er mikið af sveppum sem fólk er áfjáð í að tína.

Undanfarið hefur verktaki á vegum Skógræktarfélags Borgarfjarðar unnið við grisjun í Daníelslundi. Að sögn Gísla Karels Halldórssonar hjá Skógræktarfélaginu er grisjunarviðurinn verðmætur og skilar sala á honum Skógræktarfélagi Borgarfjarðar tekjum upp í kostnað. „Eftir grisjun verður meira rými fyrir þau tré sem eftir standa. Það verður betri vöxtur í trjánum og við fáum verðmætari við þegar trén verða felld eftir nokkra áratugi,“ segir Gísli Karel sem sendi Skessuhorni þessa mynd til birtingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is