Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. febrúar. 2016 02:17

Landbúnaðar- og hvatningarverðlaun afhent við setningu Búnaðarþings

Búnaðarþing var sett í gær við hátíðlega athöfn í Hörpu. Af því tilefni var landbúnaðar- og matarhátíð slegið upp þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér úrval íslenskra búvara hjá nokkrum úrvinnslufyrirtækjum bænda, skoða búvélar og virða fyrir sér mannlífið í Hörpu. Hvatningarverðlaun BÍ voru afhent í fyrsta skipti. Þau hlutu Hlédís Sveinsdóttir athafnakona frá Fossi í Staðarsveit. Hún hefur um árabil stuðlað að margvíslegu frumkvöðlastarfi sem hefur nýst landbúnaðinum til góðs. Má þar nefna verkefnið Kindur.is, skipulagningu matarmarkaða og framkvæmdastjórn Sauðamessu í Borgarnesi. Þá hlutu Samtök ungra bænda hvatningarverðlaunin fyrir verkefnið „Ungur bóndi á Snapchat“ en það verkefni hefur aukið mikið áhuga á störfum bænda meðal snjalltækja kynslóðarinnar og fleiri.

 

 

Fjölmenni var á setningarathöfn Búnaðarþings þar sem 400 manns voru viðstaddir. Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ flutti setningarræðu og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpaði gesti og afhenti hvatningarverðlaunin. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona og bóndi á Mýrum stýrði athöfninni í Hörpu. Dömur í Graduale-kórnum sungu nokkur lög og bóndinn Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló, flutti nokkra af sínum þekktustu slögurum.

 

Þá afhenti ráðherra tveimur búum Landbúnaðarverðlaun 2016. Þau hlutu annars vegar sauðfjárbúið Hríshóll í Reykhólasveit og hins vegar bændurnir á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði. Ábúendur á Hríshóli eru hjónin Þráinn Hjálmarsson og Málfríður Vilbergsdóttir og hjónin Vilberg Þráinsson og Katla Ingibjörg Tryggvadóttir. Í rökstuðningi vegna verðlaunanna segir meðal annars að ábúendur á Hríshóli hljóti þau fyrir dugnað, framtakssemi og einstaklega snyrtilega umgengni á býli sínu.

Ábúendur á Stóru-Tjörnum eru Laufey Skúladóttir og Ásvaldur Ævar Þormóðsson, en þar er blandaður búskapur með sauðfé og nautgripi. Laufey er fædd og uppalin á Stóru-Tjörnum, en Ásvaldur er frá Ökrum í Reykjadal. Meðalnyt á búinu hefur farið ört vaxandi, var 6.293 lítrar árið 2008, sama ár og nýtt fjós var tekið í notkun á bænum, var 7.491 árið 2014 og fór upp í 7.860 í fyrra. Alls eru þau með 54 kýr, 60 aðra nautgripi, 150 kindur, 5 hesta, 2 hunda og 7 bordercollie-hvolpa auk þess sem 10 hænsni eru þar einnig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is