01. mars. 2016 03:35
Aldís Erna Pálsdóttir lauk nýverið meistaraprófi í líffræði við Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar sneri að afráni í æðarvarpi á Breiðafirði og var unnið í samstarfi við Náttúrustofu Vesturlands, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi og landeigendur Selláturs, Þorvaldseyjar, Gimbureyjar, Lynghólma og Landeyjar. „Ég hafði upphaflega samband við Róbert hjá Náttúrustofunni og svo þróaðist þetta út frá því. Upphaflega langaði mig að gera verkefni tengt minknum en þeir stungu upp á þessu. Það tengdist í raun minknum, því hann er einn þeirra sem étur eggin,“ segir Aldís í samtali við Skessuhorn. Hún segir markmiðið með rannsókninni meðal annars hafa verið að athuga hversu stór hluti eggja hjá æðarfuglinum væri étinn og hvort líkur á afráni tengdist varptíma fuglsins.
Rætt er við Aldísi Ernu í Skessuhorni sem kemur út í fyrramálið.