01. mars. 2016 05:08
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina á sumri komanda. Mótið er árlegt og þar keppa ungmenni á aldrinum 11-18 ára í hinum ýmsu íþróttagreinum. UMFÍ hefur auglýst laust til umsóknar starf verkefnastjóra Unglingalandsmóts 2016. Verkefnastjóri mun starfa að skipulagningu og framkvæmd mótsins við hlið framkvæmdastjóra. Ráðið verður í starfið til um það bil tveggja mánaða, júní og júlí og þarf viðkomandi að vera staðsettur í Borgarnesi eða nágrenni á starfstímanum. Nánari upplýsingar um starfir veitir Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi í síma 898-1095. Sjá einnig nánar í auglýsingu sem birtist í síðasta Skessuhorni.´