02. mars. 2016 11:27
Síðdegis í gær varð umferðaróhapp á Heydalsvegi skammt sunnan við Bíldhól þegar bíl var ekið utan í handrið á einbreiðri brú yfir Þverá. Hreinsaði bíllinn handriðið með sér við höggið. Bifreiðin endaði á hliðinni og lokaði veginum um stund. Dráttarbíll úr Búðardal var fenginn til að sækja bifreiðina sem er ónýt. Ökumaðurinn var einn í bílnum og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Búðardal til aðhlynningar, marinn og lítið eitt skorinn, en ekki alvarlega slasaður.