Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. mars. 2016 08:01

Stofnuðu netútvarpsstöð á Skaganum

Útvarpsstöðin Skagarásin fór í loftið í janúar síðastliðnum. Það eru hjónin Daníel B.J. Guðrúnarson og Kristjana Guðrún Björnsdóttir, betur þekkt sem DJ Danni og Kidda, sem stofnuðu stöðina og sjá þau að mestu um dagskrárgerð. Eins og staðan er í dag eru útsendingar stöðvarinnar eingöngu á netinu. „Við sendum út allan sólarhringinn á skagarasin.com en ef allt gengur vel er planið að koma rásinni á FM bylgjulengd,“ segir Daníel í samtali við Skessuhorn. Danni og Kidda glíma bæði við fötlun og starfa í Fjöliðjunni á Akranesi. Þau láta þó fötlun sína ekki stoppa sig og taka sér ýmislegt fyrir hendur. Þau halda úti vefversluninni kruttin.com, bjóða upp á tölvuviðgerðaþjónustu og taka að sér plötusnúðaverkefni. Aðspurð hvers vegna þau ákváðu að stofna útvarpsstöð stendur ekki á svörum. „Það er út af því að ég er svo mikill útvarpsmaður sjálfur og mér fannst vanta útvarpsstöð fyrir Skagann og Vesturland í heild sinni,“ segir Danni.

Hann hefur töluverða reynslu af störfum tengdu útvarpi. „Ég var á gömlu Radíó X stöðinni þegar ég var í framhaldsskóla og svo var ég tæknimaður á Útvarpi Sögu frá 2007 - 2008 og lærði heilmikið þar. Ég hef líka verið með þátt á þýskri útvarpsrás,“ segir Danni og vísar þar í þýsku útvarpsstöðina Radio Music of Dance. „Mér finnst þýska svo skemmtileg þannig að ég fann stöð sem vildi mig. Ég sendi þá bara héðan og tala ensku,“ bætir hann við.

 

Nánar er rætt við DJ Danna og Kiddu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is