Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. mars. 2016 10:01

Kennari vinnur að verkefnabók í tölvuleiknum Minecraft

Gunnlaugur Smárason er meistaranemi í kennslufræðum og hefur kennt stærðfræði við Grunnskólann í Stykkishólmi um nokkurra ára skeið. Hann hefur í vetur nýtt tölvuleikinn Minecraft við stærðfræðikennslu og vinnur nú að verkefnabók upp úr tölvuleiknum. „Ég er með upplýsingatækni og -miðlun sem aðalfag í meistaranáminu mínu. Hugmyndin að verkefnabókinni kviknaði í staðlotu í náminu, þar sem fjarnemar hittast, spjalla saman, deila hugmyndum og fleira slíkt. Þar kvaðst einn hafa séð að Minecraft væri víða erlendis notaður til kennslu,“ segir Gunnlaugur. „Mér datt í hug að sækja leikinn, bara kíkja á hann og athuga hvort það væri eitthvað vit í þessu,“ bætir hann við.

 

Gunnlaugur segist hafa farið að skoða leikinn og strax orðið ljóst að hann byði upp á ýmsa möguleika sem myndu nýtast til kennslu í stærðfræði. Hann hafi búið til og lagt fyrir nemendur sína flatarmáls- og rúmmálsverkefni en einnig verkefni í tölfræði. „Ég hef verið að nota leikinn í minni kennslu síðan í nóvember. Krakkarnir elska Minecraft og vilja eyða tíma í honum. Af hverju ekki að nýta það til að gera eitthvað skemmtilegt í stærðfræðitímum,“ spyr Gunnlaugur.

 

Nánar er rætt við Gunnlaug í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is