Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. mars. 2016 03:42

Starfar sem aðstoðarmaður ráðherra internetsöryggismála

Eftir að Skagakonan Salka Margrét Sigurðardóttir lauk BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands lá leið hennar út fyrir landsteinana. Hún hóf nám við Hagræði- og stjórnmálafræðiháskólann í London (London School of Economics and Political Science) og útskrifaðist þaðan með meistarapróf í heimspeki og opinberri stefnumótun. Í september síðastliðnum hóf Salka síðan störf sem aðstoðarmaður ráðherra í ríkisstjórn David Cameron. „Ég er ein þriggja aðstoðarmanna Joanna Shields barónessu, ráðherra internetöryggismála. Einn aðstoðarmaður sér um stefnumál barnaöryggis á netinu, einn um radíkalisma á netinu og svo er ég í raun tengiliður ráðherrans og teymis hans við umheiminn. Allar beiðnir og upplýsingar almennings, fjölmiðla, þingsins og annarra ráðuneyta fara í gegnum mig,“ segir Salka. Einnig hefur hún á sinni könnu að skipuleggja dagskrá ráðherrans, viðburði og fundi. Að sumu leyti má segja að líf og starf ráðherrans sé í hennar höndum. „Það er innan míns verkahrings að sjá til þess að hún sé undirbúin hvert sem hún fer. Ég aðstoða hana við ræðuskrif og fylgi henni á viðburðina,“ segir Salka.

 

Nánar er rætt við sérlegan aðstoðarmann ráðherra internetsöryggis í Bretlandi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is