Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. mars. 2016 03:50

Dauður háhyrningur við Urthvalafjörð

Þegar gengið er um fjörur Snæfellsness má komast í náin kynni við lífríki sjávarins og stöku sinnum finna þar sjórekin dýr hafsins. Grundfirðingurinn Guðmundur Reynisson fékk að kynnast því er hann var í einni af gönguferðum sínum um Eyrarodda við Urthvalafjörð í gær. Þá gekk hann fram á dauðan háhyrning sem rekið hafði á land. Háhyrningurinn var nokkuð heillegur að sjá og strax í dag var komin nokkur umferð út á oddann til að skoða hræið enda nánast hægt að aka alveg upp að því á jeppum. Það er svo spurning hvað verður gert við hræið þegar fram líða stundir en fréttaritari gat ekki merkt að nokkurn óþef lægi frá því enda nokkuð kalt í veðri. Hins vegar má má við að það fari að slá í hræið þegar fram líða stundir og sól hækkar á lofti.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is