Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. mars. 2016 10:50

Skora á sveitarstjórn vegna fjarskiptamála og íbúalýðræðis

Á stjórnarfundi í Framfarafélagi Borgfirðinga nýverið voru samþykktar tvær áskoranir. Annars vegar um fjarskiptamál og hins vegar um íbúalýðræði.

Í uppsveitum Borgarfjarðar hefur fátt gerst í fjarskiptamálum og  sjónvarpsmálum  í mörg ár. Víða um svæðið, Reykholtsdal og nærsveitir, liggur ljósleiðari og hefur gert það í hálfan annan áratug án þess að verða tengdur til gagns fyrir íbúana. „Framfarafélagið og fleiri aðilar á svæðinu hafa árum saman minnt stjórnvöld á málið og reynt að þrýsta á um aðgerðir án árangurs. Sömuleiðis hefur félagið reynt að fá sveitarfélagið til liðs við íbúana í þessu málefni. Á síðasta kjörtímabili mun sveitarstjórn hafa tekið upp viðræður við Mílu, en ekkert hefur heyrst frekar af gangi málsins. Bæði fyrirtæki og heimili á svæðinu líða fyrir slæmt ástand í fjarskiptamálum. Hér er litið svo á að aðgangur að upplýsingasamfélaginu og tengingar við umheiminn sé forsenda fyrir framþróun nýrra atvinnutækifæra og heyri til mannréttinda í nútíma samfélagi - en því fari fjarri að íbúar landsins njóti jafnræðis til þessara lífsgæða. Framfarafélagið beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarstjórnar að leggjast nú af þunga á sveif með íbúunum  og knýja viðkomandi fyrirtæki og stjórnvöld til athafna.“

Áskorun um lýðræðismál

Hins vegar skorar stjórn Framfarafélags Borgfirðinga á sveitarstjórn Borgarbyggðar að efna til íbúaþinga og reglubundins samráðs við íbúa í hinum dreifðu byggðum Borgarfjarðar um sameiginleg hagsmunamál. „Félagið telur brýnt að stigin verði skref í átt að nærlýðræði í héraðinu til að efla eindrægni og samheldni í sveitarfélaginu og koma í veg fyrir félagsleg slys. Margt bendir til þess að ferðamennska stóreflist á næstu misserum og víða í sveitum fjölgi nýframkvæmdum. Margvíslega breytingar munu óhjákvæmilega verða í byggðunum og algerlega nauðsynlegt að samfélagið gangi allt í takt við þarfir íbúanna. Þessar breytingar ættu að geta orðið öllu sveitarfélaginu til góðs og styrkt alla innviðu – ef rétt er á spilum haldið,“ segir í ályktun stjórn Framfarafélags Borgfirðinga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is