Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2016 06:01

Zontaklúbbur kynnir starf sitt á alþjóða degi kvenna

Í tilefni alþjóða dags kvenna á morgun 8. mars mun Ugla Zontaklúbbur Borgarfjarðar kynna starf sitt þann dag á torginu Smiðjuvöllum 32 á Akranesi og á Hyrnutorgi í Borgarnesi. „Víða um heim er haldið upp á alþjóða dag kvenna þennan dag. Sameinuðu þjóðirnar héldu í fyrsta skipti upp á daginn 1975, en það ár var alþjóðlegt ár kvenna. Undanfarin 40 ár hefur margt breyst varðandi stöðu kvenna og dagurinn hefur öðlast nýjar víddir fyrir konur í heiminum. Fjórar alþjóðlegar ráðstefnur um málefni kvenna hafa verið haldnar af Sameinuðu þjóðunum og kvennahreyfingin hefur eflst samhliða. Á alþjóða degi kvenna er mikilvægt að minnast þeirra alþýðu kvenna sem höfðu kjark og sannfæringu til að leika lykilhlutverk í þróun þeirra samfélaga. Baráttunni fyrir bættri stöðu kvenna í heiminum þarf að halda áfram,“ segir í tilkynningu frá Uglu Zontaklúbbi Borgarfjarðar.

 

 

Ugluklúbburinn sem var stofnaður í árslok 2011 hefur hingað til styrkt innlend verkefni, en á hverju ári gefur klúbburinn hvatningarverðlaun til stúlkna eða kvenna sem hafa sýnt miklar persónulegar framfarir í námi, góða ástundun og útskrifast úr framhaldsskólum á Vesturlandi. Eins hafa Uglur styrkt Stígamót með fjárframlagi og gefið saumavél til BISER sem eru samtök í Bosníu sem styðja flóttakonur og börn þeirra til betra lífs.

Ugluklúbburinn styrkti í ár í fyrsta sinn alþjóðasamstarf Zonta International með 2.500 dollarum eða um 330.000 króna styrk.

 

Styrkurinn skiptist milli þriggja verkefna, Fistula verkefnið í Líberíu en það verkefni snýst um læknisaðstoð til kvenna í kjölfar barnsburðar, HIV verkefnið í Rúanda sem stuðlar að því að hindra alnæmissmit milli móður og barns og hefur gengið svo vel að vonir standa til um HIV lausan árgang barna í Rúanda. Og loks nýtt verkefni Zonta International og sem snýr að bættum samskiptum kynjanna í skólum í Víetnam til að vinna gegn ofbeldi stúlkna og kvenna en heimilisofbeldi er viðurkennt vandamál í Víetnam þar sem 58% giftra kvenna hafa liðið fyrir það svo vitað sé.

 

„Margt smátt gerir eitt stórt segir máltækið og Uglukonur eru stoltar af því að hafa getað lagt eitthvað af mörkum til þessara stóru verkefna sem öll stuðla að bættum hag kvenna. Ugluklúbburinn er opinn fyrir nýjum félagum. Áhugasamir hafi samband við Ullu R. Pedersen, formanni klúbbsins. Lesa má um Zonta á Íslandi á www.zonta.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is