Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. mars. 2016 01:28

Snæfell vann Stjörnuna í bragðdaufum leik

Snæfell tók á móti Stjörnunni í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik í gær. Gestirnir byrjuðu betur og skoruðu fyrstu fimm stig leiksins áður en Snæfellskonur settu sína fyrstu körfu. Þær komu sér inn í leikinn aftur og jafnt var á með liðunum til loka fyrsta leikhluta. Í öðrum fjórðungi náðu Snæfellskonur yfirhöndinni í leiknum. Þær styrktu varnarleik sinn og leiddu með átta stigum í hálfleik, 37-29.

Síðari hálfleikur fór fremur hægt af stað og var sem landsleikjahlé helgina áður hafi aðeins setið í liðunum. Snæfell, sem svo oft kemur til þriðja leikhluta af miklum krafti, hafði aðeins skorað fjögur stig þegar hann var hálfnaður og Stjarnan sömuleiðis. Snæfell jók muninn tilþrifalaust í tólf stig áður en leikhlutinn var úti og sá munur hélst að mestu óbreyttur allt til leiksloka. Snæfell vann tólf stiga sigur, 66-58, í frekar bragðdaufum leik þar sem bæði lið spiluðu undir getu.

Haiden Palmer var atkvæðamest í liði Snæfells með 14 stig, 14 fráköst og fimm stoðsendingar. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 13 stig og gaf fimm stoðsendingar og Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 10 stig og sex stoðsendingar.

 

Sigurinn í gær var tíundi sigurleikur Snæfells í röð. Liðið situr í fyrsta sæti deildarinnar með tveggja stiga forskot á Hauka í sætinu fyrir neðan. Þessi lið mætast í sannkölluðum stórleik í Hafnarfirði þriðjudaginn 8. mars næstkomandi í leik sem gæti farið langt með að tryggja sigurvegaranum deildarmeistaratitilinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is