Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2016 02:01

Leikdeild Skallagríms setur upp Blessað barnalán

Leikdeild Skallagríms mun á næstunni setja upp gamanleikinn Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum. Áætluð frumsýning er fimmtudaginn 10. mars næstkomandi og er því æft af kappi um þessar mundir. Leikstjóri sýningarinnar er Gunnar Björn Guðmundsson en hann leikstýrði einnig verkinu Barið í brestina, sem Skallagrímur setti upp í fyrra. Að sögn Ásu Dóru Garðarsdóttur leikara og ritara leikfélagsins fjallar verkið um gamla konu sem býr austur á fjörðum með dóttur sinni. „Hún á þó fleiri börn og langar að fá þau öll í heimsókn. Dóttirin sem býr með móður sinni tekur þá upp á því að ljúga því í systkini sín að mamma þeirra sé dáin til að fá þau öll á staðinn. Svo birtist kerlingin og upp hefst skemmtileg atburðarás,“ segir Ása Dóra leyndardómsfull. Hún segir verkið vera sprenghlægilegan hurðafarsa, mikið rugl og mikið hlegið. Leikritið hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og hefur verið sett upp af ýmsum leikfélögum víða um land.

Stórafmæli framundan

Æfingar hafa staðið yfir hjá leikdeild Skallagríms síðan í byrjun febrúar og eru í algleymingi nú fyrir frumsýningu. „Það var sett í hlutverk fyrir áramótin og þá byrjuðum við samlestur. Svo fóru allir heim með sitt handrit og nú eru stífar æfingar öll kvöld og allar helgar,“ segir Ása Dóra. Alls eru um 20 manns sem koma að sýningunni, þar af ellefu leikarar sem stíga á svið. Leikdeild Skallagríms fagnar 100 ára afmæli á árinu. Deildin hefur sett upp fjölda verka við góðar undirtektir á þeirri öld sem það hún hefur starfað og eitt og annað er í farveginum. Afmæli leikdeildarinnar er í desembermánuði og verður haldið upp á það með haustinu. „Það verður eitthvað gert til að halda upp á afmælið. Við munum hlaupa yfir sögu leikdeildarinnar og taka brot úr hinum og þessum verkum með einum eða öðrum hætti. Hvað það verður fer svolítið eftir því hvað við finnum af efni, en það má búast við að gömul andlit úr leikdeildinni sjáist,“ segir Ása Dóra að endingu.

 

Sjá nánar auglýsingu leikdeildar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is