Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2016 01:01

Íbúar geta mótað menningarstefnu Vesturlands

Hafin er vinna við mótun Menningarstefnu Vesturlands, en hún er unnin á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er liður í Sóknaráætlun. Að sögn Páls Brynjarssonar, framkvæmdastjóra SSV, hefur staðið til í nokkurn tíma að móta sérstaka menningarstefnu fyrir Vesturland líkt og gert hefur verið í öðrum landshlutum á undanförnum árum. „Menningarstefna Vesturlands er fyrst og fremst hugsuð sem ákveðið leiðarljós fyrir Uppbyggingarsjóð varðandi úthlutun styrkja til menningarverkefna í landshlutanum, en einnig sem leiðarljós fyrir samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi á sviði menningarmála,“ segir Páll.

Markmiðið er að finna sameiginlegar áherslur í heildstæðri menningarstefnu fyrir landshlutann og kveðst Páll vona að sveitarfélög geti nýtt sér stefnuna til að vinna sína eigin. Hann telur að mótun heildstæðrar stefnu í menningarmálum geti veitt menningu á Vesturlandi ákveðinn styrk. „Hér hefur margt jákvætt gerst á undanförnum árum og öflug fyrirtæki orðið til í þessum skapandi greinum. Við þurfum ekki að líta lengra en til Frystiklefans í Rifi og Landnámssetursins í Borgarnesi. Þar blómstrar menning og hefur skapað fjölda starfa, svo ég nefni bara tvö dæmi af fjölmörgum,“ segir Páll.

 

Kynningarfundir framundan

 

Fulltrúar SSV ferðast á næstunni um Vesturland og kynna verkefnið á opnum fundum. Þar gefst íbúum landshlutans kostur á að taka þátt í og hafa mótandi áhrif á gerð stefnunnar með þátttöku í vinnuhópum á fundunum. Fyrsti fundurinn verður 7. mars í Samkomuhúsinu í Grundarfirði, annar 8. mars í Leifsbúð í Búðardal, þriðji 10. mars í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, fjórði 14. mars í Garðakaffi á Akranesi og síðasti fundurinn verður haldinn 16. mars að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. Allir fundirnir hefjast kl. 17:30.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is