Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. mars. 2016 02:51

Skemmdar tennur geta sturlað hvali úr kvölum

„Það sést greinilega á þessum myndum af háhyrningnum sem þið birtið á vefnum í gær að hann er með skemmdar tennur. Þegar slíkt gerist getur komið sýking í kjálkabeinið, en heyrnataugin liggur þar einnig. Þessi hvalur hefur einfaldlega sturlast af kvölum og komið sér þannig í ógöngur.“ Þetta segir Vilmundur Þorgrímsson á Djúpavogi í samtali við blaðamann í kjölfar þess að hann sá frétt Skessuhorns um dauða háhyrninginn við Urthvalafjörð. Vilmundur segir hvalina vera með afar linar tennur. Þegar þeir séu í einhæfu fæði, eins og á botni sjávar við innanverðan Breiðafjörð og ekki síst síldarhræjunum við Kolgrafafjörð, þá séu þeir að krafsa í botni og slíta tönnunum óeðlilega hratt upp í grjóti og skeldýrum. „Við það að tennurnar eyðast upp kemst ígerð í þær og jafnvel kjálkann líka, þeir hætta að heyra og ærast af kvölum.“

Sjálfur hefur Vilmundur sérhæft sig í rannsóknum á hvölum og rekur Beina- og steinasafn á Djúpavogi. Hann hefur keypt hræ af háhyrningum. Meðal annars keypti hann hræ af fjórum háhyrningum sem strönduðu á Langanesi vorið 2013 og verkaði af þeim beinagrindurnar. Ein slík er nú á leið á safn í Ameríku.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is